Fjárhagsáætlun - íþróttamál 2012

Málsnúmer 2012080030

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 113. fundur - 16.08.2012

Lagðar fram til kynningar forsendur fjárhagsáætlunar 2013.

Íþróttaráð - 114. fundur - 23.08.2012

Lagðar fram til kynningar og umræðu forsendur fjárhagsáætlunar 2013.

Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að koma á framfæri þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum.

Íþróttaráð - 115. fundur - 06.09.2012

Gjaldskrá íþróttamannvirkja Akureyrar lögð fram til kynningar og umræðu vegna gjaldskrárbreytinga fyrir starfsárið 2013.

Íþróttaráð - 116. fundur - 20.09.2012

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013, þriggja ára áætlunar og gjaldskrá íþróttamannvirkja.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð - 117. fundur - 27.09.2012

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013, þriggja ára áætlunar og gjaldskrár íþróttamannvirkja.

Íþróttaráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2013, gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki og þriggja ára áætlun og vísar til bæjarráðs.

Erlingur Kristjánsson B-lista vék af fundi kl. 16:05.

Íþróttaráð - 118. fundur - 04.10.2012

Beiðni frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls um aukið starfshlutfall starfsmanns til snjóflóðaeftirlits.
Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls og Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindardeildar sátu fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð samþykkir beiðnina og felur forstöðumanni íþróttamála og forstöðumanni Hlíðarfjalls að vinna málið áfram.

Íþróttaráð - 119. fundur - 09.10.2012

Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2013.

Íþróttaráð samþykkir endurskoðaða útgáfu af fjárhagsáætlun og gjaldskrá íþróttamannvirkja fyrir starfsárið 2013 og vísar til bæjarráðs með skýringum.

Íþróttaráð - 122. fundur - 06.12.2012

Fjárhagsáætlun íþróttamála fyrir árið 2013 yfirfarin.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindardeildar sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð - 140. fundur - 17.10.2013

Tillaga frá forstöðumanni íþróttamála um gjaldtöku í gönguskíðabrautinni í Hlíðarfjalli.

Íþróttaráð samþykkir að hefja gjaldtöku fyrir aðgang að gönguskíðabrautinni í Hlíðarfjalli veturinn 2013-2014.

Jón Einar Jóhannsson A-lista óskaði að eftirfarandi yrði bókað:

Ég fagna ákvörðuninni og hvet til hóflegrar gjaldtöku á árskortum í gönguskíðabrautina.

Íþróttaráð - 140. fundur - 17.10.2013

Tillaga frá forstöðumanni íþróttamála um húsaleigu og húsaleigustyrk vegna afnota Skíðafélags Akureyrar af Strýtu.

Íþróttaráð samþykkir að veita Skíðafélagi Akureyrar húsaleigustyrk vegna afnota félagsins í Strýtu.

Forstöðumönnum Hlíðarfjalls og íþróttamála falið að vinna málið áfram.

Íþróttaráð - 141. fundur - 07.11.2013

Fjárhagsáætlun íþróttamála starfsárið 2014 tekin til endurskoðunar með tilliti til hagræðingarkröfu.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdarstjóri samfélags- og mannréttindardeildar sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð - 143. fundur - 05.12.2013

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðuna á rekstri íþróttamála starfsárið 2013.

Íþróttaráð - 146. fundur - 20.02.2014

Fjárhagsyfirlit íþróttamála fyrir rekstrarárið 2013 lagt fram til kynningar.