Íþróttaráð

103. fundur 12. janúar 2012 kl. 14:00 - 15:45 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þóroddur Hjaltalín
  • Erlingur Kristjánsson
  • Árni Óðinsson
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fundaáætlun íþróttaráðs 2012

Málsnúmer 2012010128Vakta málsnúmer

Tillaga að fundaáætlun íþróttaráðs frá janúar til ágúst lögð fram.

Íþróttaráð samþykkir tillöguna.

2.Siglingaklúbburinn Nökkvi - félagssvæði

Málsnúmer 2012010131Vakta málsnúmer

Forsvarsmenn Siglingaklúbbsins Nökkva þeir Rúnar Þór Björnsson, Hjalti Jóhannesson og Þór Konráðsson kynntu tillögur um framtíðaruppbyggingu á svæði félagsins.
Þröstur Guðjónsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

3.Skautasvell í hverfum bæjarins

Málsnúmer 2011110070Vakta málsnúmer

5. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. nóvember 2011:
Sigurður Aðils, kt. 020566-5829, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Sigurður leggur til að komið verði upp skautasvellum í hverfum bæjarins. Slökkvilið bæjarins verði fengið til þess að sprauta vatni yfir tún eða plön.

Íþróttaráð felur formanni að ræða við Sigurð Aðils um málið.

4.Forstöðumaður íþróttamála

Málsnúmer 2011120008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar auglýsing um starf forstöðumanns íþróttamála hjá samfélags- og mannréttindadeild.
Auglýsinguna má sjá á http://capacent.is/thjonusta/radningar/storf/nanar-um-starf/?jobid=12010601

Fundi slitið - kl. 15:45.