Skautasvell í hverfum bæjarins

Málsnúmer 2011110070

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 103. fundur - 12.01.2012

5. liður úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 10. nóvember 2011:

Sigurður Aðils mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa. Sigurður leggur til að komið verði upp skautasvellum í hverfum bæjarins. Slökkvilið bæjarins verði fengið til þess að sprauta vatni yfir tún eða plön.

Íþróttaráð felur formanni að ræða við Sigurð Aðils um málið.

Íþróttaráð - 104. fundur - 26.01.2012

Tekið fyrir að nýju erindi frá Sigurði Aðils um skautasvell í hverfum bæjarins. Erindið var áður á dagskrá íþróttaráðs 12. janúar sl.

Íþróttaráð - 107. fundur - 22.03.2012

Tekið fyrir að nýju erindi úr viðtalstímum bæjarfulltrúa 10. nóvember 2011 frá Sigurði Aðils um skautasvell í hverfum bæjarins, sem bæjarráð vísaði til íþróttaráðs á fundi sínum 17. nóvember sl.

Eftir að hafa skoðað málið vandlega með nokkrum deildum bæjarins getur íþróttaráð ekki orðið við erindinu.