Forstöðumaður íþróttamála

Málsnúmer 2011120008

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 98. fundur - 07.12.2011

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kom á fundinn og kynnti tillögu meirihlutans að breytingu á starfi íþróttafulltrúa á íþróttadeild í starf forstöðumanns íþróttamála á samfélags- og mannréttindadeild.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til að starf forstöðumanns íþróttamála verði auglýst sem fyrst.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti til fundar kl: 17.10.

Íþróttaráð - 102. fundur - 08.12.2011

Lögð fram drög dags. í nóvember 2011 að starfslýsingu forstöðumanns íþróttamála.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kynnti tillögu meirihlutans að breytingu á starfi íþróttafulltrúa íþróttadeildar í starf forstöðumanns íþróttamála á samfélags- og mannréttindadeild.

Meirihluti íþróttaráðs samþykkir drögin fyrir sitt leyti og leggur til að starf forstöðumanns íþróttamála verði auglýst sem fyrst.

Árni Óðinsson S-lista og Erlingur Kristjánsson B-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Íþróttaráð - 103. fundur - 12.01.2012

Lögð fram til kynningar auglýsing um starf forstöðumanns íþróttamála hjá samfélags- og mannréttindadeild.
Auglýsinguna má sjá á http://capacent.is/thjonusta/radningar/storf/nanar-um-starf/?jobid=12010601

Íþróttaráð - 104. fundur - 26.01.2012

Lagður fram til kynningar listi yfir umsækjendur um starf forstöðumanns íþróttamála en alls sóttu 42 um starfið.

Íþróttaráð fagnar því hversu margir hæfileikaríkir einstaklingar sýna starfinu áhuga.

Íþróttaráð - 106. fundur - 01.03.2012

Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar fór yfir umsóknir um stöðu forstöðumanns íþróttamála og kynnti niðurstöður úr viðtölum við umsækjendur. Alls bárust 42 umsóknir.

Íþróttaráð mælir með því að Ellert Örn Erlingsson verði ráðinn í starf forstöðumanns íþróttamála.