Beiðni um samstarf vegna fjallahjólabrautar

Málsnúmer 2020050262

Vakta málsnúmer

Stjórn Hlíðarfjalls - 3. fundur - 18.05.2020

Erindi dagsett 8. maí 2020 frá Ágústi Erni Pálssyni formanni Hjólreiðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um fjallahjólabraut.

Ágúst Örn mætti á fundinn.
Stjórn Hlíðarfjalls felur forstöðumanni að leggja mat á kostnað við þá liði sem snúa að hugsanlegu framlagi Hlíðarfjalls til þessa samstarfs um fjallahjólabraut.

Stjórn Hlíðarfjalls - 4. fundur - 24.06.2020

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 8. maí 2020 frá Ágústi Erni Pálssyni formanni Hjólreiðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir samstarfi við Akureyrarbæ um fjallahjólabraut. Erindið var áður á dagskrá stjórnar Hlíðarfjalls þann 18. maí sl. og þá var forstöðumanni Hlíðarfjalls falið að leggja mat á kostnað við þá liði sem snúa að hugsanlegu framlagi Hlíðarfjalls til þessa samstarfs um fjallahjólabraut.

Áætlaður kostnaður er um 6 milljónir króna og þar af er vélakostnaður 4,5 milljónir.

Stefán Gunnarsson svæðisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hlíðarfjalls mun taka afstöðu til erindisins þegar ákvörðun um kaup á notaðri gröfu/beltavél sem hægt verður að nýta í verkið liggur fyrir.

Frístundaráð - 79. fundur - 12.08.2020

Erindi dagsett 8. maí 2020 frá Hjólreiðafélagi Akureyrar. Erindið er í 8 liðum og þarf frístundaráð að taka afstöðu til 7. liðar þar sem óskað er eftir því að Akureyrarbær gangist við eignarhaldi og ábyrgð á fjallahjólabrautum og skilgreini þær sem íþróttamannvirki.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir umsögn frá skipulagssviði.

Frístundaráð - 83. fundur - 14.10.2020

Á fundi frístundaráðs þann 12. ágúst sl. var til umræðu beiðni Hjólreiðafélags Akureyrar um að Akureyrarbær gangist við eignarhaldi og ábyrgð á fjallahjólabrautum og skilgreini þær sem íþróttamannvirki. Á þeim fundi var samþykkt að óska eftir umsögn skipulagssviðs. Umsögnin lögð fram til kynningar.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu.