Sumarstarfsemi í Hlíðarfjalli

Málsnúmer 2016030001

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 188. fundur - 17.03.2016

Hugmyndir sem bárust um sumarstarfsemi í Hlíðarfjalli kynntar.
Íþróttaráð þakkar hugmyndasmiðum fyrir góðar og áhugaverðar tillögur.

Íþróttaráð hrósar Yrki Arkitektum fyrir flotta framtíðarsýn á svæðið.

Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna áfram að brautargengi hugmynda Zalibunu um sleðabraut í Hlíðarfjalli.

Frístundaráð - 30. fundur - 26.04.2018

Erindi dagsett 18. apríl 2018 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls þar sem óskað er eftir heimild til sumaropnunar í Hlíðarfjalli, n.t.t. að hafa stólalyftuna opna föstudag til sunnudags frá og með 6. júlí og til og með 26. ágúst 2018.
Frestað til næsta fundar.

Frístundaráð - 31. fundur - 03.05.2018

Erindi dagsett 18. apríl 2018 frá Guðmundi Karli Jónssyni forstöðumanni Hlíðarfjalls þar sem óskað er eftir heimild til sumaropnunar í Hlíðarfjalli, nánar tiltekið að hafa stólalyftuna opna föstudag til sunnudags frá og með 6. júlí og til og með 26. ágúst 2018.
Frístundaráð samþykkir beiðni forstöðumanns og felur deildarstjóra íþróttamála nánari útfærslu á framkvæmd í samráði við forstöðumann.