Íþróttamannvirki - endurnýjun skor- og tímaklukku

Málsnúmer 2018040263

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 30. fundur - 26.04.2018

Lagt fram til umræðu og afgreiðslu minnisblað deildarstjóra íþróttamála varðandi endurnýjun búnaðar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir kr. 15.000.000 úr áhalda- og búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar til að endurnýja skor- og tímaklukkur í íþróttamannvirkjum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 31. fundur - 27.04.2018

Lögð fram beiðni frá frístundaráði um endurnýjun skor- og tímaklukkubúnaðar í Íþróttahöllinni að upphæð kr. 5.000.000, íþróttahúsi Síðuskóla að upphæð kr. 5.000.000 og íþróttahúsi Lundarskóla/KA heimilinu að upphæð kr. 5.000.000. Alls er óskað eftir 15 milljónum króna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að veita fjármagni að upphæð kr. 5.000.000 til kaupa á skorklukku í Íþróttahöllina.