Snjómokstur og hálkuvarnir 2014-2016 - útboð

Málsnúmer 2014090240

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 294. fundur - 31.10.2014

Kynnt staða mála vegna snjómokstursútboðs. Opnun sem átti að fara fram 29. október sl. var frestað, en athugasemdir bárust frá verktökum.
Fundargerð samráðshóps verktaka dagsett 28. október sl. og minnisblað framkvæmdadeildar dagsett 30. október sl. voru lögð fram.

Framkvæmdaráð samþykkir að aldurstakmark verði á öll tæki í útboðinu og miðað verði við árgerð 2005 og nýrra. Tækjum verði síðan raðað upp í flokk A (tæki sem uppfylla kröfur) og flokk B (tæki sem uppfylla ekki kröfur). Heimilt er að nota tæki úr flokki B, komi til þess að ekki bjóðist nægjanlega mörg tæki úr flokki A.

Samningstími verði óbreyttur, 3 ár með framlengingarmöguleikum.

Framkvæmdaráð - 296. fundur - 21.11.2014

Kynntar niðurstöður útboðs vegna snjómoksturs og hálkuvarna og farið yfir fyrirkomulag og fjölda verktaka sem samið verður við.

Borist hefur afrit af kæru til Kærunefndar útboðsmála frá Málflutningsstofu Reykjavíkur dagsett 20. nóvember 2014 f.h. G.V. Grafa ehf og G. Hjálmarssonar hf.

Í ljósi erindis frá Kærunefnd útboðsmála stöðvast útboðsferlið, meðan stöðvunarkrafa er til meðferðar.

Framkvæmdaráð leggur áherslu á að málið fái flýtimeðferð hjá nefndinni.

Framkvæmdaráð - 310. fundur - 12.06.2015

Farið yfir næstu skref vegna fyrirkomulags á snjómokstri næstu ára.
Framkvæmdaráð samþykkir að fela starfsmönnum áframhaldandi vinnu við útboð á snjómokstri í samræmi við umræður á fundinum og minnisblað, ódagsett, sem lagt var fram og leggja fyrir ráðið á ný.

Framkvæmdaráð - 311. fundur - 03.07.2015

Farið yfir ný útboðsgögn vegna snjómoksturs og hálkuvarna 2015-2018.
Lagt fram til kynningar.

Framkvæmdaráð - 312. fundur - 17.07.2015

Lögð fram til kynningar endanleg útboðsgögn vegna útboðs á snjómokstri og hálkuvörnum.
Framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa útboð, Snjómokstur og hálkuvarnir 2015-2018, með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.