Útboð framkvæmdadeildar árið 2015

Málsnúmer 2015020018

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 301. fundur - 10.02.2015

Farið yfir væntanleg útboð framkvæmdadeildar á árinu 2015.

Framkvæmdaráð - 305. fundur - 17.04.2015

Gerð grein fyrir stöðu mála vegna útboðsverka á árinu:
Smáverk - útboð árið 2015
Snjómokstur - útboð 2015
Hreinsun gatna - útboð 2015.

Framkvæmdaráð - 306. fundur - 24.04.2015

Gerð grein fyrir stöðu mála hvað varðar útboð, Smáverk - útboð árið 2015.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum áframhaldandi vinnu ásamt bæjarlögmanni.

Framkvæmdaráð - 308. fundur - 22.05.2015

Farið yfir niðurstöður útboða vegna smáverka fyrir Akureyrarbæ 2015 og sópun á götum og bílastæðum.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur að uppfylltum öllum skilyrðum sem sett voru í útboðsgögn.

Framkvæmdaráð - 311. fundur - 03.07.2015

Tekið fyrir opnun tilboða, Borgarbraut-Bugðusíða, hringtorg, opnað 29 júní s.l. og Naustahverfi VI-Hagar-eftirlit, opnað 26 júní s.l.og kynnt verðkönnun, Græn svæði júní 2015, opnað 22 júní s.l.,
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur í tvö af verkunum sem eru: Mannvit hf í verkið Naustahverfi VI Hagar-eftirlit kr. 5.700.000 og við Finn ehf í verkið Verðkönnun græn svæði 2015 kr. 7.952.960.
Framkvæmdaráð frestar ákvörðun á verkinu Borgarbraut-Bugðusíða, hringtorg og felur formanni og bæjartæknifræðingi að ræða við skipulagsdeild og hverfisnefndir Síðuhverfis og Giljahverfis s.b.r umræður á fundinum.

Framkvæmdaráð - 312. fundur - 17.07.2015

Tekið fyrir að nýju, opnun tilboða, Borgarbraut-Bugðusíða, hringtorg, opnað 29. júní sl.
Framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Finns ehf.
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Framkvæmdaráð - 326. fundur - 18.03.2016

Farið yfir kosti og galla útboðsins "Smáverk fyrir Akureyrarbæ 2015" og ákvörðun tekin um nýtt útboð.

Jónas Vigfússon forstöðumaður umhverfismiðstöðvar fór yfir málið.
Framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í nýtt útboð.