SVA - sumarakstur árið 2015

Málsnúmer 2015030190

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 304. fundur - 20.03.2015

Stefán Baldurson framkvæmdastjóri SVA mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála vegna sumarafleysinga.

Framkvæmdaráð - 305. fundur - 17.04.2015

Farið yfir stöðu mála vegna sumaraksturs hjá SVA.
Framkvæmdaráð Akureyrarbæjar harmar að ekki hefur tekist að manna sumarafleysingastörf hjá Strætisvögnum Akureyrar. Allt útlit er því fyrir að um engar sumarafleysingar hjá SVA verði að ræða og akstur vagnanna falli niður frá 15. júlí til 15. ágúst 2015.
Framkvæmdaráð felur bæjartæknifræðingi og forstöðumanni Strætisvagna Akureyrar að vinna áfram að málinu og leggur áherslu á að tryggja rekstur ferliþjónustu og aðkomu Strætisvagna Akureyrar að skipulagi Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður á Akureyri í sumar.

Framkvæmdaráð - 311. fundur - 03.07.2015

Farið yfir stöðu mála vegna sumaraksturs hjá SVA
Eins og fram hefur komið verður engin röskun á akstri strætisvagna Akureyrar í sumar. Framkvæmdaráð lýsir yfir ánægju sinni með að tekist hafi að leysa akstur í sumar þannig að ekki þurfi að koma til lokunar og þakkar starfsfólki strætisvagna og ferliþjónustu Akureyrar sérstaklega fyrir þeirra framlag til lausnar málsins.