Önnur mál í framkvæmdaráði 2015

Málsnúmer 2015010067

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 306. fundur - 24.04.2015

Ingibjörg Isaksen B-lista spurðist fyrir um skógrækt norðan Glerár, rusl á gámasvæði ásamt rusladöllum í göngugötu.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista spurðist fyrir um hvort áhugamannafélög gætu tekið þátt í skógrækt norðan Glerár. Einnig spurðist hann fyrir um hvort Akureyrarbær væri með hitamæla í malbikuðum götum. Vill fá að vita fyrir næsta fund hversu margir hundar og kettir eru skráðir í bænum og hver þróunin hefur verið á undanförnum árum.

Framkvæmdaráð - 308. fundur - 22.05.2015

Ingibjörg Ólöf Isaksen B- lista spurðist fyrir um græna trefilinn.
Hermann Ingi Arason V- lista spurðist fyrir kynningarmál vegna gámasvæðis og einnig um hvernig merkingum á lokunum gatna væri háttað.

Framkvæmdaráð - 311. fundur - 03.07.2015

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista telur mikla þörf á að slá hundasvæðið á Borgum sem fyrst.

Framkvæmdaráð - 312. fundur - 17.07.2015

a) Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista spurðist fyrir með erindi vegna útrýmingar á lúpínu í sveitarfélaginu.

b) Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista vakti athygli á því að gámar á endurvinnslustöðvum eru yfirfullir um helgar.

c) Njáll Trausti Friðbertsson D-lista spurðist fyrir um fyrirkomulag breytinga á gámavelli.

Framkvæmdaráð - 313. fundur - 21.08.2015

Umræður um breytingar á fundartíma framkvæmdaráðs.

Framkvæmdaráð - 318. fundur - 30.10.2015

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskar eftir að gerð verði úttekt á rekstri gatnalýsingar í bænum.

Framkvæmdaráð - 320. fundur - 04.12.2015

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista óskaði eftir umræðu um framkvæmd á hreinsunarátaki.
Framkvæmdaráð leggur til að verklagsreglur verði yfirfarnar og þær verði síðan kynntar fyrir ráðinu.