Bílaklúbbur Akureyrar - ósk um stuðning við gerð framtíðar tjaldsvæðis

Málsnúmer 2014070094

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 289. fundur - 15.08.2014

Erindi dagsett 3. júlí 2014 frá Einari Gunnlaugssyni f.h. Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir styrk vegna uppbyggingar á tjaldsvæði.

Bæjartæknifræðingi og formanni framkvæmdaráðs falið að ræða við stjórn Bílaklúbbs Akureyrar.

Framkvæmdaráð - 309. fundur - 05.06.2015

Lagður fram samningur milli Akureyrarbæjar og Bílaklúbbs Akureyrar um uppbyggingu, framkvæmd og rekstrarfyrirkomulag tjaldstæðis á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn við Bílaklúbb Akureyrar í samræmi við bókun um 5 milljónir til uppbyggingar tjaldstæðis Bílaklúbbs Akureyrar í lið 2 hér að framan og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3462. fundur - 11.06.2015

3. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 5. júní 2015:
Lagður fram samningur milli Akureyrarbæjar og Bílaklúbbs Akureyrar um uppbyggingu, framkvæmd og rekstrarfyrirkomulag tjaldstæðis á svæði Bílaklúbbs Akureyrar.
Framkvæmdaráð samþykkir samninginn við Bílaklúbb Akureyrar í samræmi við bókun í 2. lið í fundargerð framkvæmdaráðs 5. júní 2015 um 5 milljónir til uppbyggingar tjaldstæðis Bílaklúbbs Akureyrar og vísar honum til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir samninginn.