Fræðsluráð

54. fundur 23. ágúst 2021 kl. 13:00 - 15:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
 • Þorlákur Axel Jónsson
 • Birna Baldursdóttir
 • Rósa Njálsdóttir
 • Þórhallur Harðarson
 • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
 • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
 • Bryndís Björnsdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Drífa Þórarinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
 • Hafdís Ólafsdóttir fulltrúi leikskólakennara
 • Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara
 • Hildigunnur Rut Jónsdóttir varamaður foreldra leikskólabarna
 • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Erna Rós Ingvarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Birna Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Ragnheiðar Lilju Bjarnadóttur.
Fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

1.Skólaheimsóknir fræðsluráðs 2019-2022

Málsnúmer 2019110081Vakta málsnúmer

Fræðsluráð hóf fundinn á heimsókn í Lundarskóla til að skoða endurbætur sem gerðar hafa verið á skólahúsnæðinu.

2.Menntastefna Akureyrarbæjar - framkvæmd

Málsnúmer 2020080319Vakta málsnúmer

Kristrún Lind Birgisdóttir og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá Ásgarði komu á fundinn og gerðu grein fyrir stöðu vinnunnar við innleiðingu menntastefnu Akureyrarbæjar.
Karl Frímannsson sviðstjóri fræðslusviðs kom til fundar kl. 14:08.

3.Rekstur fræðslusviðs 2021

Málsnúmer 2021030553Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar lagði fram til kynningar rekstrarstöðu fræðslumála janúar - júlí 2021.

4.Útboð - frístundaakstur

Málsnúmer 2021080143Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar gerði grein fyrir stöðu útboðs á frístundaakstri.
Drífa Þórarinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra vék af fundi kl. 14:50.

5.Mötuneyti leik- og grunnskóla

Málsnúmer 2019020409Vakta málsnúmer

Erna Rós Ingvarsdóttir verkefnastjóri leikskóla gerði grein fyrir úttekt á matseðlum leik- og grunnskóla.

6.Sérúrræði í leikskólum - ósk um viðauka

Málsnúmer 2021080200Vakta málsnúmer

Óskin um viðauka var tekin fyrir á síðasta fundi fræðsluráðs og kom nú til 2. umræðu líkt og reglur segja til um.
Fræðsluráð samþykkir erindið og vísar því til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 15:30.