Sérúrræði í leikskólum - ósk um viðauka

Málsnúmer 2021080200

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 53. fundur - 09.08.2021

Fyrir fundinum lá beiðni frá skólaþjónustu Akureyrarbæjar um viðbótarfjármagn vegna sérúrræða í leikskólum að upphæð kr. 15,6 milljónir en gengið er út frá aukningu um 5,5 stöðugildi síðustu 4 mánuði ársins.
Fræðsluráð samþykkir einróma að vísa erindinu til 2. umræðu í fræðsluráði mánudaginn 23. ágúst skv. verklagsreglum Akureyrarbæjar.

Fræðsluráð - 54. fundur - 23.08.2021

Óskin um viðauka var tekin fyrir á síðasta fundi fræðsluráðs og kom nú til 2. umræðu líkt og reglur segja til um.
Fræðsluráð samþykkir erindið og vísar því til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3737. fundur - 02.09.2021

Liður 6 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 23. ágúst 2021:

Óskin um viðauka var tekin fyrir á síðasta fundi fræðsluráðs og kom nú til 2. umræðu líkt og reglur segja til um.

Fræðsluráð samþykkir erindið og vísar því til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni fræðsluráðs um viðauka að fjárhæð 15,6 milljónir króna með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðaukann.