Fræðsluráð

17. fundur 21. október 2019 kl. 13:30 - 15:30 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
 • Þorlákur Axel Jónsson
 • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
 • Rósa Njálsdóttir
 • Þórhallur Harðarson
 • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
 • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
 • Eyrún Halla Skúladóttir fulltrúi skólastjóra
 • Jakobína Elín Áskelsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
 • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • María Aðalsteinsdóttir fulltrúi grunnskólakennara
 • Ellý Dröfn Kristjánsdóttir fulltrúi leikskólakennara
 • Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Helen Birta Kristjánsdóttir fulltrú foreldra leikskólabarna boðaði forföll.

1.Í skugga valdsins #metoo - kynning

Málsnúmer 2019090491Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar 17. september 2019 var samskiptasáttmáli kjörinna fulltrúa samþykktur.

Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi kom til fundarins, kynnti samskiptasáttmálann og svaraði fyrirspurnum.

2.Brúum bilið - vinnuhópur

Málsnúmer 2018120163Vakta málsnúmer

Formaður fræðsluráðs, Ingibjörg Ólöf Isaksen, kynnti drög að skýrslunni Brúum bilið.

3.Myndlistaskólinn á Akureyri - námskeið haustið 2019

Málsnúmer 2019090263Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 19. september 2019 var 1. lið fundargerðar viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 12. september vísað til umsagnar í fræðsluráði og frístundaráði.

Helgi Vilberg Hermannsson og Soffía Sævarsdóttir ræddu myndlistakennslu á Akureyri og vildu heyra hugmyndir bæjarstjórnar um myndlistarnám barna og unglinga. Óska þau eftir aðkomu Akureyrarbæjar að rekstri Myndlistaskólans á Akureyri vegna námskeiða fyrir börn og unglinga.Í skýrslu starfshóps um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi frá því í ágúst 2019 segir um listnám barna og ungmenna:

a) Á yfirstandandi ári verði gerðar tilraunir með aukið framboð í listnámi barna í tengslum við verkefnið „samfelldur skóladagur barna í 1.- 4. bekk“ sem nú er að fara af stað. Starfsmenn á fræðslusviði og samfélagssviði og ungmennaráð vinni með verkefnisstjóra samfellds vinnudags að undirbúningi og hugmyndavinnu um fyrirkomulag aukins framboðs á listnámi fyrir börn.
Fræðsluráð styður ofangreinda tillögu og leggur til að fjármunum til listnáms barna og ungmenna verði varið í eflingu listnáms í verkefninu um samfelldan skóladag barna í 1.- 4. bekk.

4.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020-2023

Málsnúmer 2019070631Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar lagði fram og kynnti áætlun um breytingar á rekstri fræðslumála fyrir árin 2021-2023.

5.Búnaðarkaup vegna íþróttasalar/samkomusalar Glerárskóla

Málsnúmer 2019100098Vakta málsnúmer

Vegna breytinga á íþróttarsal/samkomusal Glerárskóla er þörf á nýjum búnaði svo salurinn geti nýst til samkomuhalds.
Fræðsluráð samþykkir að millifærðar verði kr. 4.000.000 af kostnaðarstöð 1041700 yfir á Glerárskóla (kostnaðarst. 1042130). Við úthlutun vegna búnaðarkaupa 2020 verði horft til þess sem út af stendur.

6.Rekstur fræðslumála 2019

Málsnúmer 2019030196Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar kynnti stöðu rekstrar fræðslumála frá janúar fram í ágúst 2019.

7.Yfirlit um yfirvinnu stofnana á fræðslusviði

Málsnúmer 2018100120Vakta málsnúmer

Yfirlit um yfirvinnu á fræðslusviði fyrir tímabilið frá janúar til september 2019 lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.