Myndlistaskólinn á Akureyri - námskeið haustið 2019

Málsnúmer 2019090263

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 17. fundur - 21.10.2019

Á fundi bæjarráðs þann 19. september 2019 var 1. lið fundargerðar viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 12. september vísað til umsagnar í fræðsluráði og frístundaráði.

Helgi Vilberg Hermannsson og Soffía Sævarsdóttir ræddu myndlistakennslu á Akureyri og vildu heyra hugmyndir bæjarstjórnar um myndlistarnám barna og unglinga. Óska þau eftir aðkomu Akureyrarbæjar að rekstri Myndlistaskólans á Akureyri vegna námskeiða fyrir börn og unglinga.Í skýrslu starfshóps um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi frá því í ágúst 2019 segir um listnám barna og ungmenna:

a) Á yfirstandandi ári verði gerðar tilraunir með aukið framboð í listnámi barna í tengslum við verkefnið „samfelldur skóladagur barna í 1.- 4. bekk“ sem nú er að fara af stað. Starfsmenn á fræðslusviði og samfélagssviði og ungmennaráð vinni með verkefnisstjóra samfellds vinnudags að undirbúningi og hugmyndavinnu um fyrirkomulag aukins framboðs á listnámi fyrir börn.
Fræðsluráð styður ofangreinda tillögu og leggur til að fjármunum til listnáms barna og ungmenna verði varið í eflingu listnáms í verkefninu um samfelldan skóladag barna í 1.- 4. bekk.

Frístundaráð - 66. fundur - 06.11.2019

Á fundi bæjarráðs þann 19. september 2019 var 1. lið fundargerðar viðtalstíma bæjarfulltrúa frá 12. september vísað til umsagnar í fræðsluráði og frístundaráði.

Helgi Vilberg Hermannsson og Soffía Sævarsdóttir ræddu myndlistakennslu á Akureyri og vildu heyra hugmyndir bæjarstjórnar um myndlistarnám barna og unglinga. Óska þau eftir aðkomu Akureyrarbæjar að rekstri Myndlistaskólans á Akureyri vegna námskeiða fyrir börn og unglinga.Í skýrslu starfshóps um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi frá því í ágúst 2019 segir um listnám barna og ungmenna:a) Á yfirstandandi ári verði gerðar tilraunir með aukið framboð í listnámi barna í tengslum við verkefnið „samfelldur skóladagur barna í 1.- 4. bekk“ sem nú er að fara af stað. Starfsmenn á fræðslusviði og samfélagssviði og ungmennaráð vinni með verkefnisstjóra samfellds vinnudags að undirbúningi og hugmyndavinnu um fyrirkomulag aukins framboðs á listnámi fyrir börn.Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð styður ofangreinda tillögu og leggur til að fjármunum til listnáms barna og ungmenna verði varið í eflingu listnáms í verkefninu um samfelldan vinnudag barna í 1.- 4. bekk.