Brúum bilið - vinnuhópur

Málsnúmer 2018120163

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 23. fundur - 17.12.2018

Brúum bilið er verkefni sem hefur að markmiði að vinna að lausnum og leiðum til að brúa bilið frá lokum fæðingarorlofs þar til barn kemst til dagforeldris eða í leikskóla.
Fræðsluráð samþykkir að stofna vinnuhóp í tengslum við verkefnið. Skipað verður í hópinn á næsta fundi ráðsins og honum sett erindisbréf.

Fræðsluráð - 1. fundur - 07.01.2019

Erindisbréf vegna verkefnisins Brúum bilið lagt fram til kynningar auk þess sem skipað var í starfshópinn.
Starfshópinn skipa af hálfu fræðsluráðs: Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður B-lista, Hildur Betty Kristjánsdóttir L-lista og Þórhallur Harðarson D-lista. Auk þeirra verða tveir starfsmenn fræðslusviðs í hópnum.

Fræðsluráð - 6. fundur - 18.03.2019

Formaður fræðsluráðs gerði grein fyrir stöðu vinnunnar í starfshópnum Brúum bilið.

Fræðsluráð - 10. fundur - 20.05.2019

Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður starfshópsins Brúum bilið gerði grein fyrir gangi vinnunnar í hópnum og fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fræðsluráð - 17. fundur - 21.10.2019

Formaður fræðsluráðs, Ingibjörg Ólöf Isaksen, kynnti drög að skýrslunni Brúum bilið.

Bæjarstjórn - 3463. fundur - 19.11.2019

Umræða um drög að skýrslu starfshóps um leiðir til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti drögin og vinnu starfshópsins.

Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Hilda Jana Gísladóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Halla Björk Reynisdóttir, Andri Teitsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson