Fræðsluráð

23. fundur 17. desember 2018 kl. 13:30 - 14:25 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Jörundur Guðni Sigurbjörnsson fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll

Formaður fræðsluráðs leitaði í upphafi fundar afbrigða frá útsendri dagskrá og óskaði eftir að setja málið Brúum bilið á dagskrá sem var samþykkt.

1.Brúum bilið - vinnuhópur

2018120163

Brúum bilið er verkefni sem hefur að markmiði að vinna að lausnum og leiðum til að brúa bilið frá lokum fæðingarorlofs þar til barn kemst til dagforeldris eða í leikskóla.
Fræðsluráð samþykkir að stofna vinnuhóp í tengslum við verkefnið. Skipað verður í hópinn á næsta fundi ráðsins og honum sett erindisbréf.

2.Þriggja mánaða skýrsla - fræðslusvið

2018100120

Yfirlit um stöðu yfirvinnu innan fræðslumála lagt fram til kynningar.

3.Áskorun frá stjórnendum grunnskóla Akureyrarkaupstaðar

2018050164

Svar sviðsstjóra við erindi frá grunnskólastjórum lagt fram til kynningar.

4.Rekstur fræðslumála 2018

2018030030

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar lagði fram til kynningar fjárhagsstöðu fræðslumála fyrir tímabilið janúar til október 2018.

5.Útboð á ritföngum og námsgögnum

2018120119

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar kynnti stöðu útboðs á námsgögnum og ritföngum.
Lagt er til að samningi Akureyrarbæjar og Ríkiskaupa um skrifstofuvörur (RK 02.01) verði sagt upp svo opna megi á möguleikann á almennu útboði.

Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs.

6.Fundaáætlun fræðsluráðs 2019

2018120120

Fræðsluráð samþykkir framlagða fundaáætlun fræðsluráðs fyrir janúar til júlí 2019.

7.Endurbætur á matsal Brekkuskóla

2018070571

Erindi frá skólastjóra Brekkuskóla lagt fram til umræðu.
Fræðsluráð samþykkir að greiða lausafjárleigu vegna framkvæmda við endurbætur á hljóðvist í matsal Brekkuskóla.

Fundi slitið - kl. 14:25.