Áskorun frá stjórnendum grunnskóla Akureyrarkaupstaðar

Málsnúmer 2018050164

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 12. fundur - 18.05.2018

Áskorun frá stjórnendum grunnskóla Akureyrarkaupstaðar barst fræðsluráði þar sem óskað er eftir að gerður verði vandaður samanburður á útgjöldum stærstu sveitarfélaga landsins til fræðslumála.
Fræðsluráð tekur jákvætt í erindið og leggur til að mönnun í skólum verði skoðuð sérstaklega samhliða endurskoðun á skólastefnu Akureyrarkaupstaðar.

Sviðsstjóra er falið að svara erindinu.

Fræðsluráð - 23. fundur - 17.12.2018

Svar sviðsstjóra við erindi frá grunnskólastjórum lagt fram til kynningar.