Útboð á ritföngum og námsgögnum

Málsnúmer 2018120119

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 23. fundur - 17.12.2018

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar kynnti stöðu útboðs á námsgögnum og ritföngum.
Lagt er til að samningi Akureyrarbæjar og Ríkiskaupa um skrifstofuvörur (RK 02.01) verði sagt upp svo opna megi á möguleikann á almennu útboði.

Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3623. fundur - 17.01.2019

Liður 5 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 17. desember 2018:

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar kynnti stöðu útboðs á námsgögnum og ritföngum.

Lagt er til að samningi Akureyrarbæjar og Ríkiskaupa um skrifstofuvörur (RK 02.01) verði sagt upp svo opna megi á möguleikann á almennu útboði.

Fræðsluráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur ekki ástæðu til að segja upp samningnum að svo stöddu en hvetur Ríkiskaup til að huga að nýju útboði þegar þessi samningur rennur út í stað framlengingar.

Fræðsluráð - 11. fundur - 03.06.2019

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrar gerði grein fyrir niðurstöðu sameiginlegs örútboðs Ríkiskaupa vegna gjaldfrjálsra námsgagna. Tíu önnur sveitarfélög tóku þátt í útboðinu. Eitt tilboð barst frá Pennanum og var hlutur grunnskólanna á Akureyri kr. 8.735.065.

Málið lagt fram til kynningar.