Ósk um breytingu á skóladagatali

Málsnúmer 2024031121

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 49. fundur - 25.03.2024

Hríseyjarskóli óskar eftir breytingu á skóladagatali á þann veg að færa árshátíð skólans sem og færa skólaslit vegna framkvæmda við lagningu gólfhita í skólahúsnæðinu og forsetakosninga.

Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu og lýðheilsuráð samþykkir samhljóða breytingu á skóladagatali Hríseyjarskóla veturinn 2023-2024.