Félagsmálaráð - rekstraryfirlit 2010

Málsnúmer 2010040019

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1106. fundur - 30.06.2010

Kynnt rekstrarstaða eftir fyrstu fimm mánuði ársins. Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA, Kristín S. Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Lára Ólafsdóttir skrifstofustjóri HAK fóru yfir helstu niðurstöður og frávik frá áætlun. Rekstur allra deilda er innan áætlunar.

Félagsmálaráð fagnar því að rekstur deilda er í heildina innan áætlunar en telur ástæðu til að fylgjast vel með gangi mála t.d. í fjárhagsaðstoð þar sem aukning er meiri en gert var ráð fyrir. Greinilegt er að aðhaldsaðgerðir eru að skila sér í rekstrinum en einnig er ljóst að ekki verður mikið lengra gengið í niðurskurði án þess að skerða verulega þjónustu.

Brit J. Bieltvedt og Lára Ólafsdóttir fóru af fundi eftir afgreiðslu 1. liðar.

Félagsmálaráð - 1107. fundur - 08.09.2010

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA, Karólína Gunnarsdóttir starfandi framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynntu stöðu rekstrar eftir fyrstu sjö mánuði ársins. Rekstur er að mestu í samræmi við áætlanir. Nokkur umræða varð um aukið álag og áhrif þess á starfsfólk og þjónustu.

Félagsmálaráð lýsir ánægju sinni með hversu vel starfsfólki hefur gengið að halda rekstri innan áætlunar og felur framkvæmdastjórum og forstöðumönnum að koma þökkum til starfsmanna. Jafnframt telur ráðið brýnt að stjórnendur, bæði kjörnir og ráðnir, séu vakandi fyrir því að takmörk eru fyrir því hversu mikið er hægt að auka álag á starfsfólk á erfiðum tímum.

Félagsmálaráð - 1113. fundur - 24.11.2010

Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Kristín Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynntu rekstraryfirlit deilda fyrstu 10 mánuði ársins. Rekstur er að langmestu leyti innan áætlunar.

Félagsmálaráð lýsir ánægju með hversu vel gengur að halda rekstri innan áætlunar og þakkar starfsfólki og stjórnendum fyrir þeirra framlag.

Félagsmálaráð - 1118. fundur - 09.02.2011

Framkvæmdastjórar kynntu rekstrarniðurstöður deilda ráðsins fyrir árið 2010 eins og þær liggja fyrir.
Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri búsetudeildar kynnti rekstur búsetudeildar sem var í jafnvægi.
Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynnti rekstrarniðurstöður heilsugæslunnar sem fóru aðeins fram úr áætlun.
Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA kynnti rekstur Öldrunarheimila Akureyrarbæjar sem var jákvæður á árinu.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynnti rekstrarniðurstöðu fjölskyldudeildar sem gekk vel á liðnu ári.
Í heild lítur út fyrir að rekstur deilda ráðsins hafi verið í samræmi við áætlanir.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju með niðurstöðu rekstrar og þakkar starfsmönnum góðan árangur í þjónustu við erfiðar aðstæður.