Aðgerðaráætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis

Málsnúmer 2009030082

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1118. fundur - 09.02.2011

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild kynnti aðgerðaráætlunina ásamt Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar og Margréti Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra HAK.
Flest verkefni eru komin af stað og áfram verður unnið samkvæmt áætluninni.
Þegar hér var komið vék Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar af fundi.

Félagsmálaráð - 1144. fundur - 23.05.2012

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar kynntu drög að endurskoðaðri aðgerðaráætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis.

Afgreiðslu frestað.

Félagsmálaráð - 1155. fundur - 28.11.2012

Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK, Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar kynntu drög að endurskoðaðri aðgerðaráætlun vegna ofbeldis á heimilum og kynferðislegs ofbeldis.

Félagsmálaráð samþykkir nýja aðgerðaráætlun og lýsir ánægju sinni með þann árangur sem náðist með framkvæmd fyrri áætlunar.