Félagsmálaráð - skoðunarferð um stofnanir sem heyra undir ráðið

Málsnúmer 2009090034

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1118. fundur - 09.02.2011

Félagsmálaráð skoðaði starfsemi sem heyrir undir ráðið í Glerárgötu 26.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar kynnti starfsemi deildarinnar.
Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri á búsetudeild kynnti starfsemi búsetudeildar í húsinu.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Félagsmálaráð - 1120. fundur - 23.03.2011

Félagsmálaráð heimsótti nýjan þjónustuíbúðakjarna við Kjalarsíðu 1a og kynnti sér starfsemina þar.

Félagsmálaráð - 1122. fundur - 27.04.2011

Félagsmálaráð heimsótti félags- og þjónustumiðstöð aldraðra í Víðilundi 22 og kynnti sér þá starfsemi sem þar fer fram.

Félagsmálaráð - 1123. fundur - 11.05.2011

Heimsókn í Hæfingarstöðina við Skógarlund/Birkilund.

Félagsmálaráð þakkar góða kynningu á mikilvægri starfsemi í heimsókn á Hæfingarstöðina.

Félagsmálaráð - 1124. fundur - 25.05.2011

Félagsmálaráð skoðaði húsakynni HAK í Hafnarstræti 99 og starfsemi sem þar fer fram.

Félagsmálaráð - 1126. fundur - 29.06.2011

Félagsmálaráð fór í skoðunarferð í sambýlið í Snægili þar sem Guðrún Guðmundsdóttir forstöðumaður sambýlisins kynnti starfsemina. Að því loknu var farið í sambýlið í Geislatúni þar sem Þorbjörg Guðmundsdóttir deildarstjóri á sambýlinu tók á móti ráðinu og að lokum var farið í þjónustukjarnann í Vallartúni þar sem Ólafur Örn Torfason forstöðumaður þjónustukjarnans fræddi ráðið um starfsemina.

Félagsmálaráð þakkar góðar kynningar á starfseminni og starfsfólki vel unnin störf á þessum stöðum.