Bæjarstjórn

3342. fundur 03. september 2013 kl. 16:00 - 16:45 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Hlínar Bolladóttur.

Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá liðinn Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum, sem verður 2. liður á dagskrá og var það samþykkt samhljóða.

1.Bæjarstjórn Akureyrar - sjúkraleyfi

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tilkynning:
Ólafur Jónsson bæjarfulltrúi D-lista, er í sjúkraleyfi frá 13. ágúst til 23. september 2013.
Njáll Trausti Friðbertsson tekur sæti aðalmanns í bæjarstjórn í stað Ólafs Jónssonar á sama tíma.

2.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-lista um breytingu á skipan aðal- og varafulltrúa í umhverfisnefnd svohljóðandi:

Ómar Ólafsson tekur sæti aðalmanns og varaformanns í stað Páls Steindórs Steindórssonar.
Hafdís Freyja Rögnvaldsdóttir tekur sæti varamanns í stað Ómars Ólafssonar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Melateigur 11 - fyrirspurn um byggingarleyfi sólstofu

Málsnúmer 2011080027Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. ágúst 2013:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 24. ágúst 2011.
Breytingaruppdráttur dags. 8. júlí 2013, sem barst 23. ágúst 2013, er unninn af M2 Hús ehf.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum - endurskoðun

Málsnúmer 2013080186Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 26. ágúst 2013:
Fyrir fundinn voru lagðar endurskoðaðar "Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum". Endurskoðun reglnanna kom í kjölfar samþykktar á samningi milli dagforeldra og Akureyrarkaupstaðar.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti.

Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Framtíð Reykjavíkurflugvallar

Málsnúmer 2007110127Vakta málsnúmer

Umræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Lögð var fram tillaga að bókun svohljóðandi:

 

Bæjarstjórn Akureyrar vill koma eftirfarandi ábendingum á framfæri vegna auglýsingar á nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030:

Vegna tillögu um flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni vill bæjarstjórn Akureyrar minna á þá ábyrgð og skyldur sem höfuðborg landsins ber gagnvart landsmönnum öllum. Greiðar flugsamgöngur landsbyggðarinnar til og frá Reykjavík eru forsenda þess að borgin geti gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls. Í höfuðborginni eru höfuðstöðvar stjórnsýslu Íslands auk fjölda opinberra viðskipta-, mennta-, menningar- og heilbrigðisstofnana sem eiga þar einnig sínar höfuðstöðvar. Með tillögunni er verið að rýra aðgengi fólks að þessari þjónustu.

Bæjarstjórn Akureyrar hvetur umhverfis- og skipulagsráð ásamt borgarstjórn Reykjavíkur til að hafa framangreind atriði í huga við umfjöllun og afgreiðslu tillagna um framtíðarstaðsetningu flugvallarins. Bæjarstjórn lýsir yfir vilja sínum til frekari viðræðna við borgaryfirvöld um málið.

 

Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 26. júní, 3., 11., 17., 24. og 31. júlí, 7., 14., 22. og 28. ágúst 2013
Afrekssjóður Akureyrar 9. júlí 2013
Bæjarráð 4., 18. og 25. júlí, 8., 22. og 29. ágúst 2013
Félagsmálaráð 26. júní, 21. og 28. ágúst 2013

Fundi slitið - kl. 16:45.