Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum - endurskoðun

Málsnúmer 2013080186

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 13. fundur - 26.08.2013

Fyrir fundinn voru lagðar endurskoðaðar "Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum". Endurskoðun reglnanna kom í kjölfar samþykktar á samningi milli dagforeldra og Akureyrarkaupstaðar.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti.

Bæjarstjórn - 3342. fundur - 03.09.2013

1. liður í fundargerð skólanefndar dags. 26. ágúst 2013:
Fyrir fundinn voru lagðar endurskoðaðar "Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum". Endurskoðun reglnanna kom í kjölfar samþykktar á samningi milli dagforeldra og Akureyrarkaupstaðar.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti.

Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum með 11 samhljóða atkvæðum.

Fræðsluráð - 41. fundur - 16.11.2020

Endurskoðaðar reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum voru lagðar fram til staðfestingar. Breytingar hafa verið gerðar á reglunum vegna aukinna niðurgreiðslna og niðurgreiðslu 8. tímans þar sem horft er til breytinga á reglunum samhliða lengingu fæðingarorlofs í 10 mánuði frá 1. janúar 2020 og svo í 12 mánuði frá 1. janúar 2021.
Fræðsluráð samþykkir samhljóða framlagðar breytingar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3707. fundur - 26.11.2020

Liður 5 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 16. nóvember 2020:

Endurskoðaðar reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum voru lagðar fram til staðfestingar. Breytingar hafa verið gerðar á reglunum vegna aukinna niðurgreiðslna og niðurgreiðslu 8. tímans þar sem horft er til breytinga á reglunum samhliða lengingu fæðingarorlofs í 10 mánuði frá 1. janúar 2020 og svo í 12 mánuði frá 1. janúar 2021.

Fræðsluráð samþykkir samhljóða framlagðar breytingar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3485. fundur - 01.12.2020

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. nóvember 2020:

Liður 5 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 16. nóvember 2020:

Endurskoðaðar reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum voru lagðar fram til staðfestingar. Breytingar hafa verið gerðar á reglunum vegna aukinna niðurgreiðslna og niðurgreiðslu 8. tímans þar sem horft er til breytinga á reglunum samhliða lengingu fæðingarorlofs í 10 mánuði frá 1. janúar 2020 og svo í 12 mánuði frá 1. janúar 2021.

Fræðsluráð samþykkir samhljóða framlagðar breytingar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Ingibjörg Ólöf Isaksen kynnti breytingarnar.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum með 11 samhljóða atkvæðum.