Bæjarstjórn

3308. fundur 20. september 2011 kl. 16:00 - 18:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
 • Hlín Bolladóttir
 • Ólafur Jónsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Hermann Jón Tómasson
 • Sigurður Guðmundsson
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga L-listans um breytingu á skipan varaformanns í íþróttaráði:
Þorvaldur Sigurðsson, kt. 020175-4009, tekur sæti varaformanns í stað Silju Daggar Baldursdóttur, kt. 030682-4919.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Eyþing - aðalfundur 2011

Málsnúmer 2011090004Vakta málsnúmer

Á aðalfundi Eyþings 2010 var samþykkt breyting á grein 4.1 í lögum Eyþings. Í henni felst breyting á fjölda kjörinna fulltrúa á aðalfundi, auk nýrrar málsgreinar um seturétt á aðalfundinum. Vegna þessarar breytingar þarf Akureyrarbær að kjósa einn fulltrúa og annan til vara, til viðbótar þeim fulltrúum sem áður hafa verið kosnir til setu á aðalfundum Eyþings á yfirstandandi kjörtímabili.

Fram kom tillaga um að Tryggvi Þór Gunnarsson, kt. 130565-3959, sem áður var varamaður verði aðalmaður og Víðir Benediktsson, kt. 101259-5799, verði varamaður.

Silja Dögg Baldursdóttir, kt. 030682-4919, verður varamaður í stað Tryggva Þórs Gunnarssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Heimahjúkrun - reglur um skammtímadvöl

Málsnúmer 2010050016Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 14. september 2011:
Kamilla Þorsteinsdóttir deildarstjóri heimahjúkrunar og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK kynntu nýjar reglur um skammtímadvöl á Öldrunarheimilum Akureyrar.
Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri ÖA og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Félagsmálaráð samþykkir reglur um skammtímadvöl með breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim áfram til bæjarráðs.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um skammtímadvöl með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni - deiliskipulag

Málsnúmer 2011050111Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. september 2011:
Skipulagsstjóri f.h. vinnuhóps vegna skipulags og hönnunar Dalsbrautar og nágrennis, lagði fram tillögu að deiliskipulagi og greinargerð um fyrirhugaða Dalsbraut dags. 12. september 2011 og unna af X2 hönnun - skipulagi ehf ásamt Verkfræðistofu Norðurlands ehf.
Einnig fylgir húsakönnun dags. 12. september 2011 ásamt skipulagslýsingu dags. 30. maí 2011.
Ómar Ívarsson frá X2 hönnun - skipulagi ehf kom á fundinn og kynnti deiliskipulagstillöguna.
Skipulagsnefnd þakkar X2 hönnun - skipulagi ehf fyrir kynninguna.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auður Jónasdóttir V-lista óskar bókað: Ég greiði atkvæði gegn tillögunni og ítreka þá skoðun mína að framkvæmdin sé ótímabær.

Á fundi bæjarstjórnar var lagður fram nýr skipulagsuppdráttur (teikn. nr. 002) dags. 20. september 2011.

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:

Í skipulagsnefnd þann 14. september sl. var samþykktur skipulagsuppdráttur sem sýndi nýja götutengingu af væntanlegri Dalsbraut alla leið að Lundarskóla, enda hafði sá skipulagsuppdráttur verið kynntur íbúum á almennum fundi. Ég tel ekki hægt að samþykkja í bæjarstjórn þá breytingu sem hér er lögð fram á samþykktum uppdrætti í þá veru að fella út þessa götutengingu því hér er um verulega breytingu að ræða. Skólastjórnendur Lundarskóla hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessa götutengingu og mikilvægt að öll gögn fari út í auglýsingu í samræmi við kynningu og samþykkt skipulagsnefndar. Ég legg því til að deiliskipulagstillögunni í heild sinni verði vísað aftur til skipulagsnefndar til umræðu og afgreiðslu.

Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Ólafs Jónssonar D-lista, Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Hermanns Jóns Tómassonar S-lista og Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista.

Fram kom tillaga frá Guðmundi Baldvini Guðmundssyni B-lista svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að fresta áformuðum framkvæmdum við Dalsbraut þar sem ekki er þörf á lagningu götunnar.

Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista og Ólafs Jónssonar D-lista.

Hermann Jón Tómasson S-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarlistinn fagnar þeim áfanga sem nú er náð og telur að með lagningu Dalsbrautar muni umferðarflæði á Brekkunni verða dreifðara og öruggara fyrir vikið. Allar vegstyttingar og vegabætur eru fjárhagslega hagkvæmar. Við berjumst sem eitt í styttingu þjóðvegarins og ættum að gera það einnig hér innan bæjarmarka.

5.Tónatröð 5 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2011050092Vakta málsnúmer

8. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. september 2011:
Erindi dags. 15. maí 2011 þar sem Fríða Stefánsdóttir f.h. Reisum byggingarfélags ehf, kt. 470809-0270, sækir um deiliskipulagsbreytingu á lóð nr. 5 við Tónatröð, þ.e. að breyta húsgerð úr E1 (kjallara, hæð og ris) í E3 (hæð og ris).
Erindið var grenndarkynnt frá 8. júlí til 5. ágúst 2011.
Tvær athugasemdir bárust og var þeim svarað en afgreiðslu frestað á fundi skipulagsnefndar 10. ágúst 2011.
Svar ÓM ehf vegna deiliskipulagsbreytingarinnar hefur borist og ekki gerð athugasemd við tillöguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

6.Stefnuumræða í bæjarstjórn 2011 - stjórnsýslunefnd

Málsnúmer 2011030070Vakta málsnúmer

Starfsáætlun stjórnsýslunefndar.
Tryggvi Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi og formaður stjórnsýslunefndar gerði grein fyrir starfsáætlun stjórnsýslunefndar.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

7.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.

Fundi slitið - kl. 18:00.