Bæjarstjórn

3392. fundur 03. maí 2016 kl. 16:00 - 16:58 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Preben Jón Pétursson
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista mætti í forföllum Ingibjargar Ólafar Isaksen.

Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka af dagskrá 4. lið í útsendri dagskrá Hafnarstræti, göngugata - verklagsreglur um lokun og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Menntaskólinn á Akureyri og aðliggjandi íbúðasvæði - deiliskipulag

Málsnúmer 2015030149Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 13. apríl 2016:

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi "Menntaskólinn á Akureyri og aðliggjandi íbúðasvæði". Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi dagsett 13. apríl 2016. Einnig er lögð fram húsakönnun fyrir svæðið: "Suðurbrekkan-neðri hluti Akureyri - Menntaskólinn á Akureyri og aðliggjandi íbúðarsvæði - húsakönnun" unnin af Hönnu Rósu Sveinsdóttur hjá Minjasafninu á Akureyri. Meðfylgjandi skipulaginu er kostnaðargreining, unnin af Eflu verkfræðistofu dagsett 16. október 2015 og krafa Ríkiseigna er varðar lóð Menntaskólans dagsett 28. ágúst 2015.

Hanna Rósa kom á fundinn og gerði grein fyrir húsakönnuninni.

Skipulagsnefnd þakkar Hönnu Rósu fyrir kynninguna og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Hafnarstræti 71 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016020081Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 27. apríl 2016:

Erindi dagsett 20. janúar 2016 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Morgunhana ehf., kt. 441105-0880, sendir inn fyrirspurn vegna breytinga utanhúss á húsi nr. 71 við Hafnarstræti. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 10. febrúar 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi er dagsett 19. apríl 2016 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Aðalstræti 4, Gamla Apótekið, breytt skráning

Málsnúmer 2015120028Vakta málsnúmer

10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 27. apríl 2016:

Argos ehf., Arkitektastofa Stefáns og Grétars, sótti með bréfi f.h. Minjaverndar dagsettu 24. nóvember 2015 um breytta skráningu hússins úr íbúðarhúsnæði í atvinnhúsnæði, þ.e. íbúðahótel. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 27. janúar 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Framlögð tillaga að breytingu á deiliskipulagi er dagsett 27. apríl 2016 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.



Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

4.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2015 - seinni umræða

Málsnúmer 2015120231Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 28. apríl 2016:

Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2015 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2015 var borinn upp í heild sinni og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Ársreikningurinn var síðan undirritaður.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 20. og 28. apríl 2016
Bæjarráð 20. og 28. apríl 2016
Framkvæmdaráð 22. apríl 2016
Íþróttaráð 18. apríl 2016
Skipulagsnefnd 20. og 27. apríl 2016
Stjórn Akureyrarstofu 14. apríl 2016
Velferðarráð 27. apríl 2016

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 16:58.