Styrktarsjóður EBÍ 2015

Málsnúmer 2015020115

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3450. fundur - 26.02.2015

Erindi dagsett 12. febrúar 2015 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands varðandi umsóknir í styrktarsjóð EBÍ 2015.

Aðildarsveitarfélag sendir aðeins inn eina umsókn sem skila á á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra.

Umsóknarfrestur er til loka apríl nk.
Bæjarráð hvetur nefndir og deildir bæjarins til að skoða verkefni sem falla undir reglur sjóðins og senda tillögur til bæjarstjóra fyrir 8. apríl nk.