Bæjarráð

3381. fundur 19. september 2013 kl. 09:00 - 10:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Njáll Trausti Friðbertsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Úttekt á rekstri Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013060049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði umfjöllun á fundi sínum þann 12. september sl.
5. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 6. september 2013:
Fjallað var um úttekt á rekstri FA.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til umfjöllunar í bæjarráði.
Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur mætti á fund bæjarráðs og fór yfir úttektina. Auk hans sátu Guðni Helgason framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri fundinn undir þessum lið.

2.Bæjarsjóður - yfirlit um rekstur 2013

Málsnúmer 2013040268Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til júlí 2013.

3.Ágóðahlutagreiðsla 2013 - Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands

Málsnúmer 2013090090Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dags. 6. september 2013 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands þar sem tilkynnt er um greiðslu ágóðahluta til aðildarsveitarfélaga. Greiðsla ágóðahlutar fyrir árið 2013 fer fram 15. október 2013 og er hlutur Akureyrarbæjar kr. 16.983.000.

4.Hverfisnefnd Brekku- og Innbæjar - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013010292Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 40. fundar hverfisnefndar Brekku- og Innbæjar dags. 4. september 2013.
Fundargerðina má finna á slóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/brekka-og-innbaer/fundargerdir

Bæjarráð vísar 1. og 3. lið til skipulagsnefndar, 2. liður er lagður fram til kynningar

5.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2020

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 69. fundar hverfisráðs Hríseyjar dags. 21. ágúst 2013. Fundargerðina má finna á slóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 10:55.