Úttekt á rekstri Fasteigna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2013060049

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 226. fundur - 07.06.2013

Kynnt væntanleg úttekt á rekstri Fasteigna Akureyrarbæjar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar (FA) samþykkir að fá Harald L. Haraldsson, hagfræðing og rekstrarráðgjafa til að gera úttekt á rekstri FA og koma með hugmyndir að hugsanlegum úrbótum. Kostnaður er áætlaður að hámarki kr. 700.000 m.vsk.

Gert er ráð fyrir verklokum (skiladegi skýrslu) 15. júlí 2013.

Stjórn FA felur formanni ásamt framkvæmdastjóra að ganga frá samningi um verkefnið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 229. fundur - 06.09.2013

Fjallað var um úttekt á rekstri FA.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð - 3380. fundur - 12.09.2013

5. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 6. september 2013:
Fjallað var um úttekt á rekstri FA.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð frestar umfjöllun til næsta fundar.

Bæjarráð - 3381. fundur - 19.09.2013

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði umfjöllun á fundi sínum þann 12. september sl.
5. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 6. september 2013:
Fjallað var um úttekt á rekstri FA.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar vísar málinu til umfjöllunar í bæjarráði.
Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur mætti á fund bæjarráðs og fór yfir úttektina. Auk hans sátu Guðni Helgason framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri fundinn undir þessum lið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 231. fundur - 04.10.2013

Lögð fram til kynningar greinargerð dags. 3. október 2013 frá framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar.