Bæjarráð

3361. fundur 11. apríl 2013 kl. 09:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Ragnar Sverrisson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti í forföllum Sigurðar Guðmundssonar.
Ragnar Sverrisson S-lista mætti í stað Loga Más Einarssonar.

1.Miðbær Akureyrar

Málsnúmer 2012110172Vakta málsnúmer

Logi Már Einarsson arkitekt hjá Kollgátu ehf mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu á vinnu við miðbæjarskipulag.

2.Fóðurverksmiðjan Laxá hf - aðalfundur 2013

Málsnúmer 2013040025Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 4. apríl 2013 frá rekstrarstjóra Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf þar sem boðað er til aðalfundar þann 18. apríl nk. í Stássinu/Greifanum og hefst hann kl. 13:30.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

3.Tækifæri hf - aðalfundur 2013

Málsnúmer 2013040054Vakta málsnúmer

Erindi dags. 4. apríl 2013 frá Jóni Steindóri Árnasyni framkvæmdastjóra Tækifæris hf þar sem hann fyrir hönd Tækifæris hf boðar til aðalfundar föstudaginn 19. apríl nk. sem haldinn verður á 3ju hæð að Strandgötu 3, Akureyri og hefst kl. 14:00.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

4.Hverfisnefnd Oddeyrar - fundargerðir 2013

Málsnúmer 2013040029Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð 47. fundar hverfisnefndar Oddeyrar dags. 21. mars 2013.
http://www.akureyri.is/static/files/47_fundur.pdf

1., 2. og 3. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði, 4. lið er vísað til skipulagsdeildar og 5. lið til framkvæmdadeildar.

5.Legó-lið Naustaskóla - styrkbeiðni

Málsnúmer 2013020274Vakta málsnúmer

Erindi dags. 22. mars 2013 frá Magnúsi Jóni Magnússyni þjálfara Lego-liðs Naustaskóla þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku Legó-liðs Naustaskóla í Evrópumótinu First Lego sem haldið verður í Paderborn í Þýskalandi 7.- 9. maí 2013.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 sem greiðist af styrkveitingum bæjarráðs.

6.Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2012

Málsnúmer 2012110180Vakta málsnúmer

10. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 9. apríl 2013:
Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Ársreikningurinn verður tekinn aftur fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 11:00.