Legó-lið Naustaskóla - styrkbeiðni

Málsnúmer 2013020274

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 5. fundur - 04.03.2013

Beiðni frá Naustaskóla um styrk vegna þátttöku Legó-liðs skólans í Evrópumótinu First Lego sem haldið verður í Paderborn í Þýskalandi 7.- 9. maí 2013.

Erindinu er hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitingum á fjárhagsáætlun ársins 2013.

Skólanefnd þakkar Naustaskóla fyrir erindið.

Bæjarráð - 3361. fundur - 11.04.2013

Erindi dags. 22. mars 2013 frá Magnúsi Jóni Magnússyni þjálfara Lego-liðs Naustaskóla þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku Legó-liðs Naustaskóla í Evrópumótinu First Lego sem haldið verður í Paderborn í Þýskalandi 7.- 9. maí 2013.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 150.000 sem greiðist af styrkveitingum bæjarráðs.