Leikskólinn í Grímsey - ósk um lengri opnunartíma

Málsnúmer 2011110081

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 33. fundur - 21.11.2011

Erindi dags. 8. nóvember 2011 frá fjórum foreldrum nemenda á leikskóladeild Grímseyjarskóla þar sem óskað er eftir lengri opnun leikskólans. Fram kom á fundinum að kostnaður við þessa breytingu er áætlaður um 1.100.000 kr. á ársgrundvelli.

Skólanefnd samþykkir framkomna ósk fyrir sitt leyti og vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3299. fundur - 01.12.2011

4. liður í fundargerð skólanefndar dags. 21. nóvember 2011:
Erindi dags. 8. nóvember 2011 frá fjórum foreldrum nemenda á leikskóladeild Grímseyjarskóla þar sem óskað er eftir lengri opnun leikskólans. Fram kom á fundinum að kostnaður við þessa breytingu er áætlaður um 1.100.000 kr. á ársgrundvelli.
Skólanefnd samþykkir framkomna ósk fyrir sitt leyti og vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir 800.000 kr. framlag til leikskóladeildar Grímseyjarskóla, sem er endurreiknað framlag til deildarinnar.