Bæjarráð

3238. fundur 09. september 2010 kl. 09:00 - 10:23 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Karl Guðmundsson bæjarritari
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
Dagskrá

1.Öldrunarheimili Akureyrar - staðsetning hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 2009070007Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 29. júlí 2010.
Rætt um staðsetningu á nýju hjúkrunarheimili á Akureyri.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

2.Vinnumálastofnun - umsóknir vegna atvinnuátaks - Akureyrarstofa

Málsnúmer 2009020174Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 2. september 2010:
Málið tekið fyrir að nýju, en staða atvinnuátaksverkefna var lögð fram til kynningar í bæjarráði 26. ágúst sl., en fjárheimild til verkefnanna er uppurin fyrir árið 2010.
Í ljósi stöðunnar telur stjórn Akureyrarstofu nauðsynlegt að draga úr fjölda þeirra verkefna sem eru í gangi í einu, en jafnframt mikilvægt að hætta þátttöku ekki alfarið á þessu ári. Með hliðsjón af því óskar stjórnin eftir að bæjarráð bæti 10 mkr. við fjárheimildir atvinnuátaksverkefna á þessu ári þar af 4 mkr. vegna þeirra verkefna sem þegar eru í vinnslu og 6 mkr. til nýrra verkefna til áramóta.

Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárheimild að upphæð 10 milljónir króna vegna atvinnuátaksverkefna. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2011

Málsnúmer 2010070048Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011.
Fundi slitið.

Fundi slitið - kl. 10:23.