Atvinnuátaksverkefni Akureyrarbæjar og Vinnumálastofnunar

Málsnúmer 2009020174

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 78. fundur - 19.08.2010

Lagt fram yfirlit um stöðu atvinnuátaksverkefna Akureyrarbæjar og Vinnumálastofnunar. Fyrir liggur að fjárveiting ársins 2010 til atvinnuátaksverkefna er uppurin og auknar fjárveitingar þurfa að koma til ef Akureyrarbær á að taka þátt í fleiri verkefnum.
María Helena Tryggvadóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því að bæjarráð taki málið til umfjöllunar og taki afstöðu til þess hvort veita eigi frekara fjármagni til atvinnuátaksverkefna á árinu.

Bæjarráð - 3236. fundur - 26.08.2010

Lagður fram til kynningar 2. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 19. ágúst 2010:
Lagt fram yfirlit um stöðu atvinnuátaksverkefna Akureyrarbæjar og Vinnumálastofnunar. Fyrir liggur að fjárveiting ársins 2010 til atvinnuátaksverkefna er uppurin og auknar fjárveitingar þurfa að koma til ef Akureyrarbær á að taka þátt í fleiri verkefnum.
María Helena Tryggvadóttir verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir því að bæjarráð taki málið til umfjöllunar og taki afstöðu til þess hvort veita eigi frekara fjármagni til atvinnuátaksverkefna á árinu.

 

Stjórn Akureyrarstofu - 79. fundur - 02.09.2010

Málið tekið fyrir að nýju, en staða atvinnuátaksverkefna var lögð fram til kynningar í bæjarráði 26. ágúst sl., en fjárheimild til verkefnanna er uppurin fyrir árið 2010.

Í ljósi stöðunnar telur stjórn Akureyrarstofu nauðsynlegt að draga úr fjölda þeirra verkefna sem eru í gangi í einu, en jafnframt mikilvægt að hætta þátttöku ekki alfarið á þessu ári. Með hliðsjón af því óskar stjórnin eftir að bæjarráð bæti 10 mkr. við fjárheimildir atvinnuátaksverkefna á þessu ári þar af 4 mkr. vegna þeirra verkefna sem þegar eru í vinnslu og 6 mkr. til nýrra verkefna til áramóta.

Bæjarráð - 3238. fundur - 09.09.2010

2. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dags. 2. september 2010:
Málið tekið fyrir að nýju, en staða atvinnuátaksverkefna var lögð fram til kynningar í bæjarráði 26. ágúst sl., en fjárheimild til verkefnanna er uppurin fyrir árið 2010.
Í ljósi stöðunnar telur stjórn Akureyrarstofu nauðsynlegt að draga úr fjölda þeirra verkefna sem eru í gangi í einu, en jafnframt mikilvægt að hætta þátttöku ekki alfarið á þessu ári. Með hliðsjón af því óskar stjórnin eftir að bæjarráð bæti 10 mkr. við fjárheimildir atvinnuátaksverkefna á þessu ári þar af 4 mkr. vegna þeirra verkefna sem þegar eru í vinnslu og 6 mkr. til nýrra verkefna til áramóta.

Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárheimild að upphæð 10 milljónir króna vegna atvinnuátaksverkefna. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Stjórn Akureyrarstofu - 80. fundur - 16.09.2010

Rætt um framhald atvinnuátaksverkefna á árinu 2010 í kjölfar þess að bæjarráð ákvað að auka fjárheimildir til verkefnanna um 10 mkr. Yfirlit um verkefnin lagt fram til kynningar.

Stjórn Akureyrarstofu - 85. fundur - 02.12.2010

Rætt um stöðu átaksverkefna hjá stofnunum Akureyrarbæjar og hjá félagasamtökum og framhald þeirra á árinu 2011.

Stjórn Akureyrarstofu - 86. fundur - 15.12.2010

Lagt fram til kynningar yfirlit um átaksverkefni Akureyrarbæjar fyrstu 9 mánuði ársins 2010.