Metangas - rannsóknarvinnsla

Málsnúmer 2010110002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3244. fundur - 04.11.2010

Lagt fram bréf frá forstjóra Norðurorku hf þar sem hann óskar eftir viðræðum við bæjaryfirvöld vegna rannsókna og vinnslu á hauggasi (metangasi) úr sorphaugunum á Glerárdal.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Edward H. Huijbens V-lista viku af fundi undir þessum lið þar sem þau eiga sæti í stjórn Norðurorku hf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Norðurorku hf.

Bæjarráð - 3260. fundur - 10.02.2011

Lögð fram drög dags. í febrúar 2011 að samningi milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hf um rannsóknir og vinnslu hauggass (metangass) úr sorphaugunum á Glerárdal.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Edward H. Huijbens V-lista viku af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar vegna stjórnarsetu sinnar í Norðurorku hf.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarlögmanni að vinna áfram að málinu.

Bæjarráð - 3266. fundur - 17.03.2011

Lögð fram drög að samningi dags. 8. mars 2011 milli Akureyrarbæjar og Norðurorku hf um rannsóknir og vinnslu hauggass (metangass) á sorphaugunum á Glerárdal.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista vék af fundi undir þessum lið vegna stjórnarsetu í Norðurorku hf.

Bæjarráð samþykkir samninginn.

Umhverfisnefnd - 69. fundur - 10.01.2012

Ágúst Torfi Hauksson forstjóri Norðurorku mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi vinnslu metangass á Glerárdal.

Umhverfisnefnd þakkar Ágústi Torfa góða kynningu á stöðu vinnu við væntanlega metangasvinnslu.

Framkvæmdaráð - 246. fundur - 03.02.2012

Ágúst Torfi Hauksson forstjóri Norðurorku mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála varðandi vinnslu metangass á Glerárdal.

Framkvæmdaráð þakkar Ágústi Torfa fyrir kynninguna.