Bæjarráð

3249. fundur 25. nóvember 2010 kl. 08:15 - 11:15 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Ólafur Jónsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Karl Guðmundsson bæjarritari
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar - 2011

Málsnúmer 2010070048Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2011.
Teknir fyrir málaflokkar 131,143,147,163 og 173.
Á fundinn mættu undir þessum lið Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar og skýrðu sína málaflokka.
Einnig skýrði Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sinn málaflokk og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri fór yfir samstæðuyfirlit A og B hluta.

2.Álagning gjalda - útsvar 2011

Málsnúmer 2010110094Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2011 í Akureyrarkaupstað.

Bæjarráð samþykkir að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Súlur björgunarsveit - flugeldasýning á gamlárskvöld

Málsnúmer 2010110090Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 16. nóvember 2010 frá Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, sem sent er til að kanna vilja bæjarráðs fyrir því að hin árlega flugeldasýning verði haldin um næstu áramót og einnig hvort vilji sé fyrir því að Akureyrarbær eða fulltrúar bæjarins komi að vinnu við að fjármagna flugeldasýninguna.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu um fjárframlag, en felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

4.Miðbæjarsamtökin á Akureyri - styrkbeiðni

Málsnúmer 2010110100Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 22. nóvember 2010 frá Miðbæjarsamtökunum á Akureyri þar sem óskað er eftir styrk til að halda stærsta jólaball á Íslandi þann 4. desember nk.

Sigurður Guðmundsson A-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu erindisins.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Miðbæjarsamtökin á Akureyri vegna jólaballs á Ráðhústorgi þann 4. desember nk. um allt að kr. 100.000 með leigu á sviðsvagni og vinnuframlagi frá Framkvæmdamiðstöð.

Kostnaðinn skal færa á styrkveitingar bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 11:15.