Súlur björgunarsveit - flugeldasýning á gamlárskvöld

Málsnúmer 2010110090

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3249. fundur - 25.11.2010

Lagt fram erindi dags. 16. nóvember 2010 frá Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, sem sent er til að kanna vilja bæjarráðs fyrir því að hin árlega flugeldasýning verði haldin um næstu áramót og einnig hvort vilji sé fyrir því að Akureyrarbær eða fulltrúar bæjarins komi að vinnu við að fjármagna flugeldasýninguna.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu um fjárframlag, en felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.