Miðbæjarsamtökin á Akureyri - styrkbeiðni

Málsnúmer 2010110100

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3249. fundur - 25.11.2010

Lagður fram tölvupóstur dags. 22. nóvember 2010 frá Miðbæjarsamtökunum á Akureyri þar sem óskað er eftir styrk til að halda stærsta jólaball á Íslandi þann 4. desember nk.

Sigurður Guðmundsson A-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu erindisins.

Bæjarráð samþykkir að styrkja Miðbæjarsamtökin á Akureyri vegna jólaballs á Ráðhústorgi þann 4. desember nk. um allt að kr. 100.000 með leigu á sviðsvagni og vinnuframlagi frá Framkvæmdamiðstöð.

Kostnaðinn skal færa á styrkveitingar bæjarráðs.