Íshokkísamband Íslands - HM kvenna í íshokkí á Akureyri 2020

Málsnúmer 2019090039

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 61. fundur - 11.09.2019

Erindi dagsett 20. ágúst 2019 frá Konráði Gylfasyni framkvæmdastjóra Íshokkísambands Íslands þar sem óskað er eftir fjárhagslegri aðkomu Akureyrarbæjar að heimsmeistaramóti kvenna í íshokkí sem fer fram á Akureyri 23.- 29. febrúar 2020.
Frístundaráð samþykkir að frítt verði í sund fyrir þátttakendur meðan á mótinu stendur.

Beiðni um styrk vegna hátíðarboðs er vísað til bæjarráðs.

Ráðið getur ekki orðið við öðrum beiðnum.

Bæjarráð - 3653. fundur - 19.09.2019

Liður 3 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 11. september 2019:

Erindi dagsett 20. ágúst 2019 frá Konráði Gylfasyni framkvæmdastjóra Íshokkísambands Íslands þar sem óskað er eftir fjárhagslegri aðkomu Akureyrarbæjar að heimsmeistaramóti kvenna í íshokkí sem fer fram á Akureyri 23.- 29. febrúar 2020.

Frístundaráð samþykkir að frítt verði í sund fyrir þátttakendur meðan á mótinu stendur.

Beiðni um styrk vegna hátíðarboðs er vísað til bæjarráðs.

Ráðið getur ekki orðið við öðrum beiðnum.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 600.000 og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara. Styrkurinn færist af styrkveitingum bæjarráðs.