Bæjarráð

3595. fundur 18. apríl 2018 kl. 08:15 - 10:03 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2018

2017040095

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun ársins 2018 og jafnréttismat vegna viðaukans.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

2.Stefna - Jóhanna G. Einarsdóttir

2016060156

Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra í skaðabótamáli Jóhönnu G. Einarsdóttur gegn Akureyrarbæ.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að áfrýja ekki niðurstöðu dómsins.
Eiríkur Björn Björgvinsson vék af fundi kl. 08:25.

3.Hrísey - byggðafesta

2016030153

Erindi frá Byggðastofnun dagsett 5. apríl 2018 þar sem óskað er umsagnar Akureyrarbæjar vegna umsóknar K&G ehf um Aflamark Byggðastofnunar í Hrísey.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillögu Byggðastofnunar.

4.Sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018

2018020099

Lagt fram erindi dagsett 10. apríl 2018 frá formanni kjörstjórnar Akureyrar vegna komandi sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí nk. Þar kemur fram tillaga kjörstjórnar um að Akureyrarkaupstað verði skipt í tólf kjördeildir, tíu á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Lagt er til að á Akureyri verði kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verði kjörstaður í Hríseyjarskóla og að í Grímsey verði kjörstaður í Grímseyjarskóla. Lagt er til að tveir kjörklefar verði í hverri kjördeild á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey. Þá hefur kjörstjórn enn fremur ákveðið að leggja til við bæjarráð að kjörfundur standi frá klukkan 09:00 til 22:00 á Akureyri, í Hrísey og í Grímsey. Óskar kjörstjórn eftir því við bæjarráð að ofangreindar tillögur verði samþykktar.
Bæjarráð samþykkir tillögur kjörstjórnar Akureyrar.
Eiríkur Björn Björgvinsson mætti aftur til fundar kl. 09:00.

5.Heimsókn á vegum Sendiráðs Færeyja til Akureyrar 19. september

2018040160

Kynnt fyrirhuguð heimsókn færeyskrar sendinefndar til Akureyrar þann 19. september nk. í tengslum við ferðasýningu.

6.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

2017100376

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. apríl 2018.
Bæjarráð vísar 1. og 4. lið til umhverfis- og mannvirkjasviðs, 2. og 6. lið til fjársýslusviðs, 3. lið til kjarasamninganefndar, 5. liður er lagður fram til kynningar, 7. og 8. lið er vísað til umhverfis- og mannvirkjaráðs og 9. lið til fræðslusviðs.

7.Northern Forum

2017010562

Formaður bæjarráðs greindi frá ársfundi Northern Forum sem haldinn var dagana 11. og 12. apríl sl. í Krasnoyarsk í Rússlandi.

8.Stapi lífeyrissjóður - ársfundur 2018

2018040129

Erindi dagsett 10. apríl 2018 frá Jóhanni Steinari Jóhannssyni f.h. stjórnar Stapa lífeyrissjóðs þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins miðvikudaginn 9. maí nk. Fundurinn verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefst kl. 14:00.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:03.