Bjarg íbúðafélag

Málsnúmer 2017100395

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3573. fundur - 26.10.2017

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um samstarf um uppbyggingu leiguíbúða á Akureyri.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

Bæjarráð - 3576. fundur - 16.11.2017

Bæjarstjóri kynnti stöðu mála í viðræðum Akureyrarbæjar við Bjarg íbúðafélag.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3577. fundur - 23.11.2017

Lögð var fram viljayfirlýsing dagsett 23. nóvember 2017 milli Akureyrarbæjar og Bjargs íbúðafélags.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir framlagða viljayfirlýsingu.

Bæjarráð - 3586. fundur - 08.02.2018

Skipun þriggja fulltrúa Akureyrarbæjar í verkefnastjórn.

Samkvæmt viljayfirlýsingu dagsettri 27. nóvember 2017 við Bjarg íbúðafélag um að hefja uppbyggingu 75 leiguíbúða á Akureyri á grundvelli laga um húsnæðissjálfseignastofnanir skal skipa verkefnastjórn með þremur fulltrúum frá Bjargi íbúðafélagi og þremur fulltrúum frá Akureyrarbæ.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð skipar sviðsstjóra fjársýslusviðs, sviðsstjóra skipulagssviðs og sviðsstjóra fjölskyldusviðs í verkefnastjórnina.