Bæjarráð

3567. fundur 14. september 2017 kl. 08:15 - 11:46 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Preben Jón Pétursson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Félagsstofnun stúdenta Akureyri - upplýsingar

Málsnúmer 2017080065Vakta málsnúmer

Jónas Steingrímsson framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta Akureyri og Halla Margrét Tryggvadóttir stjórnarformaður mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir stöðu stofnunarinnar og stöðu húsnæðismála.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Höllu Margréti og Jónasi fyrir yfirferðina.

Preben Jón Pétursson Æ-lista vék af fundi kl. 8:48.

2.Mánaðarskýrsla bæjarráðs um starfsmanna- og launamál 2017

Málsnúmer 2017020065Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar mánaðarskýrsla um stöðugildi, yfirvinnu og fleira fyrir júlí, ágúst og september 2017.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Preben Jón Pétursson Æ-lista mætti aftur til fundar kl. 9:30.

3.Árshlutauppgjör Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2017080144Vakta málsnúmer

Lagt fram óendurskoðað árshlutauppgjör janúar - júní 2017.

Aðalsteinn Þór Sigurðsson og Hólmgrímur Bjarnason endurskoðendur hjá Deloitt ehf mættu á fundinn og fóru yfir uppgjörið.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar óendurskoðuðu árshlutauppgjöri janúar - júní 2017 til umræðu í bæjarstjórn.

4.Endurskoðun ársreikninga 2017-2022 útboð - kæra

Málsnúmer 2017090037Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 4. september 2017 frá Kærunefnd útboðsmála varðandi kæru Grant Thornton endurskoðunar ehf á niðurstöðu Akureyrarbæjar á útboði - Endurskoðun fyrir Akureyrarbæ og tengdar stofnanir hans.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara kærunefnd útboðsmála.

5.Íþróttabandalag Akureyrar - tímaúthlutanir íþróttahúsa

Málsnúmer 2017090020Vakta málsnúmer

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður Íþróttabandalags Akureyrar og Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir tímaúthlutanir í íþróttahúsum.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Geir Kristni og Ellert fyrir yfirferðina.

6.Áætlun um viðtalstíma bæjarfulltrúa október 2017 - apríl 2018

Málsnúmer 2017090034Vakta málsnúmer

Lögð fram áætlun um viðtalstíma bæjarfulltrúa frá október 2017 til apríl 2018. Áætlunin er birt á heimasíðu Akureyrarbæjar, slóðin er:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/baejarstjorn/vidtalstimar
Bæjarráð samþykkir framlagða áætlun.

7.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerð

Málsnúmer 2017010137Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 852. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 1. september 2017. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx

8.Sameining Eyþings og Atvinnuþróunarfélaganna á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2017060123Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju skýrsla sem unnin var fyrir Eyþing um sameiningu Eyþings og Atvinnuþróunarfélaganna á Norðurlandi eystra unnin af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Skýrslan var áður á dagskrá bæjarráðs 22. júní 2017.
Bæjarráð leggur áherslu á að unnið verði að sameiningu Eyþings og Atvinnuþróunarfélaganna á Norðurlandi eystra.

Fundi slitið - kl. 11:46.