Sameining Eyþings og Atvinnuþróunarfélaganna á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2017060123

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3558. fundur - 22.06.2017

Lögð fram til kynningar skýrsla unnin fyrir Eyþing um sameiningu Eyþings og Atvinnuþróunarfélaganna á Norðurlandi eystra unnin af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3567. fundur - 14.09.2017

Tekin fyrir að nýju skýrsla sem unnin var fyrir Eyþing um sameiningu Eyþings og Atvinnuþróunarfélaganna á Norðurlandi eystra unnin af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Skýrslan var áður á dagskrá bæjarráðs 22. júní 2017.
Bæjarráð leggur áherslu á að unnið verði að sameiningu Eyþings og Atvinnuþróunarfélaganna á Norðurlandi eystra.

Bæjarráð - 3647. fundur - 01.08.2019

Rætt um vinnu við tillögu að sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.

Katrín Sigurjónsdóttir stjórnarformaður Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og Elías Pétursson stjórnarformaður Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga var með á fundinum í gegnum síma. Einnig mættu Guðrún Ragnarsdóttir og Helga Hlín Hákonardóttir ráðgjafar hjá Strategíu sem vinna að tillögu til sameiningar.
Bæjarráð þakkar gestunum fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð - 3662. fundur - 21.11.2019

Tekið fyrir erindi dagsett 20. nóvember 2019 frá formönnum stjórna Eyþings, AFE og AÞ þar sem óskað er eftir tilnefningum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra á fulltrúum í stjórn nýrra samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á svæðinu. Óskað er eftir því að tilnefningarnar berist fyrir 25. nóvember nk.
Bæjarráð tilnefnir sem aðalfulltrúa Hildu Jönu Gísladóttur sem formann og Evu Hrund Einarsdóttur og sem varafulltrúa Höllu Björk Reynisdóttur og Gunnar Gíslason.