Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

467. fundur 30. október 2013 kl. 13:00 - 15:00 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson
  • Pétur Bolli Jóhannesson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Dalsbraut 1 L-M - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2013100248Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. október 2013 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Línhússins ehf., kt. 450195-2009, og BKF ehf., kt. 590813-0790, sækir um breytingar á húsi nr. 1, hluta L-M, við Dalsbraut. Meðfylgjandi er teikning eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

2.Drottningarbraut - Nökkvasvæði - tímabundið leyfi fyrir húsi

Málsnúmer 2012080088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. október 2013 þar sem Rúnar Þór Björnsson f.h. Nökkva, félags siglingamanna á Akureyri, sækir um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir bráðabirgðahúsi sem sett var upp á Höepfnersbryggju 2012.
Einnig óskar klúbburinn eftir að fá að staðsetja 40 feta gám, sem er sandblásinn og málaður, austast á nýja landfyllingu meðfram Drottningarbraut. Gámurinn verður notaður sem geymsla á bátum og búnaði yfir veturinn og einnig á sumarnámskeiðum klúbbsins meðan á nýframkvæmdum stendur.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi í 1 ár fyrir húsi og gámi.

3.Goðanes 4 - umsókn um breytingu á rými 0111

Málsnúmer 2013100050Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. september 2013 og móttekið 4. október 2013 þar sem Kári Magnússon f.h. Benna Blikk ehf., kt. 470208-0900, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum, eignarhluta 0111. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.
Innkomnar teikningar 24. október 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.


4.Krossanes 4 - umsókn um stækkun á verksmiðjuhúsi

Málsnúmer 2011060069Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. desember 2012 þar sem Björgvin Sindri Jónsson f.h. Becromal Properties ehf., kt. 660707-0850, sækir um leyfi fyrir vélapalli / milligólfi í viðbyggingu verksmiðjuhúss Becromal. Einnig er sótt um leyfi fyrir geymslu á 1. hæð í SA-horni og útidyrum á A-hlið viðbyggingar.
Innkomnar nýjar teikningar og uppfærð brunahönnun 24. október 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Óseyri 1 - umsókn um leyfi fyrir breytingum inni

Málsnúmer 2013100195Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. október 2013 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Karatefélags Akureyrar, kt. 711008-1440, sækir um leyfi fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 1 við Óseyri. Meðfylgjandi eru gátlisti, tilkynning um hönnunarstjóra og teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Skipagata 9 - umsókn um leyfi fyrir þjónustuskilti/ljósaskilti

Málsnúmer 2013100157Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. október 2013 þar sem Þórleifur Stefán Björnsson f.h. T Plúss hf., kt. 531009-1180, sækir að nýju um leyfi fyrir þjónustuskilti/ljósaskilti á suðurhlið hússins nr. 9 við Skipagötu skv. áður innsendu samþykki meðeigenda og teikningum.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu á erindinu.

7.Spítalavegur 21 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2013100263Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. október 2013 þar sem Steinþór Kári Kárason f.h. Hilmu Sveinsdóttur og Jóns Georgs Aðalsteinssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 21 við Spítalaveg. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Steinþór Kára Kárason.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Strandgata 49 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012121159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. júní 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Tis ehf., kt. 620905-1270, sækir um breytingar á húsi nr. 49 við Strandgötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ingólf Guðmundsson.
Innkomnar nýjar teikningar 23. október 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Miðhúsavegur 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2013100281Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. október 2013 þar sem Pálmi Þorsteinsson f.h. Vegagerðarinnar, kt. 680269-2899, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 1 við Miðhúsaveg. Meðfylgjandi eru gátlisti, tilkynning um hönnunarstjóra og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

10.Fjölnisgata 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2013050188Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2013 þar sem Gunnar Björn Þórhallsson f.h. Bjarkarness ehf., kt. 671107-0710, sækir um byggingarleyfi fyrir milligólfi í bili B og viðbyggingu við bil C í Fjölnisgötu 6. Meðfylgjandi eru gátlisti og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar teikningar 2. og 25. október 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Hvannavellir 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2013090023Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. september 2013 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Ísams ehf., kt. 660169-1729, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hvannavelli 12. Meðfylgjandi eru gátlisti, tilkynning um hönnunarstjóra og teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Innkomnar teikningar 23. október 2013.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

12.Glerárgata 36 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2013060155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júní 2013 þar sem Sigurður Einarsson f.h. Bílasölunnar Bílaríkis ehf., kt. 420190-2209, sækir um skammtímaleyfi til að setja niður sumarhús á lóð nr. 36 við Glerárgötu.
Innkomin teikning og samþykki lóðarhafa 28. október 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til 6 mánaða.

13.Dalsbraut, Lundarskóli - umsókn um kennslustofur til bráðabirgða

Málsnúmer 2012060170Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. október 2013 þar sem Óskar Gíslason f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir tvær færanlegar kennslustofur og tengibyggingu innan lóðar Lundarskóla. Meðfylgjandi eru tilkynning um byggingarstjóra, byggingarlýsing og teikningar eftir Hauk Haraldsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

14.Gleráreyrar 1 - fyrirspurn um nýtingu 2. hæðar

Málsnúmer BN070271Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. október 2013 þar sem Edda Einarsdóttir f.h. SMI ehf., kt. 470296-2249, leggur inn fyrirspurn um gistiheimili í flokki II, gististað án veitinga, í húsi nr. 1 við Gleráreyrar. Meðfylgjandi eru teikningar.

Skipulagsstjóri tekur jákvætt í fyrirspurnina um breytta notkun á rýminu en tekur ekki afstöðu til meðfylgjandi teikninga að svo stöddu. 

 

15.Álfabyggð 22 - fyrirspurn um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi og geymsluskápum

Málsnúmer 2013090015Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. október 2013 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Birgis Karls Knútssonar sækir um byggingarleyfi fyrir gróðurhúsi og geymsluskápum á lóð við hús nr. 22 við Álfabyggð. Meðfylgjandi eru gátlisti, samþykki nágranna og teikningar eftir Hauk Haraldsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 15:00.