Glerárgata 36 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2013060155

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 448. fundur - 18.06.2013

Erindi dagsett 13. júní 2013 þar sem Sigurður Einarsson f.h. Bílasölunnar Bílaríkis ehf., kt. 420190-2209, sækir um skammtímaleyfi til að setja niður sumarhús á lóð nr. 36 við Glerárgötu.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu þar sem samþykki lóðarhafa vantar. Einnig er óskað eftir upplýsingum um nákvæma staðsetningu sumarhússins á lóðinni og ástæðum þess að óskað er eftir skammtímaleyfinu.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 467. fundur - 30.10.2013

Erindi dagsett 13. júní 2013 þar sem Sigurður Einarsson f.h. Bílasölunnar Bílaríkis ehf., kt. 420190-2209, sækir um skammtímaleyfi til að setja niður sumarhús á lóð nr. 36 við Glerárgötu.
Innkomin teikning og samþykki lóðarhafa 28. október 2013.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til 6 mánaða.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 530. fundur - 05.03.2015

Þann 13. júní 2013 sótti Sigurður Einarsson f.h. Bílasölunnar Bílaríkis ehf, kt. 420190-2209, um skammtímaleyfi til þess að setja niður sumarhús við lóð nr. 36 við Glerárgötu.

Þann 27. febrúar 2015 sækir Sigurður um endunýjun á stöðuleyfinu.
Skipulagsstjóri frestar erindinu þar sem rökstuðningur fyrir beiðninni og samþykki lóðarhafa liggur ekki fyrir. Frestur til að skila inn umbeðnum gögnum er gefinn til 16. mars 2015.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 532. fundur - 19.03.2015

Þann 13. júní 2013 sótti Sigurður Einarsson f.h. Bílasölunnar Bílaríkis ehf., kt. 420190-2209, um skammtímaleyfi til þess að setja niður sumarhús við lóð nr. 36 við Glerárgötu.

Þann 27. febrúar 2015 sótti Sigurður um endunýjun á stöðuleyfinu sem skipulagstjóri frestaði þar sem rökstuðning og samþykki lóðarhafa vantaði. Frestur til að skila inn umbeðnum gögnum var gefinn til 16. mars sl.
Skipulagsstjóri hafnar endurnýjun á stöðuleyfi þar sem rökstuðningur og samþykki lóðarhafa fyrir staðsetningunni hefur ekki borist.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 539. fundur - 07.05.2015

Þann 27. febrúar 2015 sótti Sigurður Einarsson f.h. Bílasölunnar Bílaríkis ehf., kt. 420190-2209, um endurnýjun á stöðuleyfi/skammtímaleyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 36 við Glerárgötu.

Skipulagsstjóri hafnaði erindinu 19. mars sl. þar sem rökstuðningur og samþykki lóðarhafa fyrir staðsetningunni höfðu ekki borist.
Skipulagsstjóri fer fram á að sumarhúsið verði fjarlægt af lóðinni og gefur 7 daga frest frá dagsetningu þessa bréfs til að fjarlægja húsið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 541. fundur - 22.05.2015

Þann 27. febrúar 2015 sótti Sigurður Einarsson f.h. Bílasölunnar Bílaríkis ehf., kt. 420190-2209, um endurnýjun á stöðuleyfi/skammtímaleyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 36 við Glerárgötu.

Skipulagsstjóri hafnaði erindinu 19. mars sl. þar sem rökstuðningur og samþykki lóðarhafa fyrir staðsetningunni höfðu ekki borist. Bílasalan fékk frest til 14. maí til að fjarlægja húsið.

Borist hefur tölvupóstur dagsettur 18. maí 2015 þar sem Sigurður sækir um viðbótarfrest til að fjarlægja húsið fyrir 30. júní 2015. Meðfylgjandi er samþykki lóðarhafa.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 548. fundur - 10.07.2015

Þann 18. maí 2015 sótti Sigurður Einarsson f.h. Bílasölunnar Bílaríkis ehf., kt. 420190-2209, um viðbótarfrest til að fjarlægja húsið fyrir 30. júní 2015. Meðfylgjandi var samþykki lóðarhafa.

Á afgreiðslufundi 22. maí sl. var frestur veittur til 30. júní 2015.
Skipulagsstjóri fer fram á að sumarhúsið verði fjarlægt af lóðinni og gefur 7 daga frest frá dagsetningu þessa bréfs til að fjarlægja húsið.