Dalsbraut, Lundarskóli - umsókn um bráðabirgða kennslustofur.

Málsnúmer 2012060170

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 140. fundur - 27.06.2012

Erindi dagsett 21. júní 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir tvær bráðabirgða kennslustofur og tengibyggingu þeirra á milli til afnota fyrir leikskólann að Lundarseli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason og skriflegt samkomulag frá skóladeild um staðsetningu kennslustofa á lóð Lundarskóla milli Lundarskóla og Lundarsels.

Skipulagsnefnd vísar erindinu í vinnslu deiliskipulags KA svæðis - Lundarskóla - Lundarsels sem nú er í endurskoðun.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 406. fundur - 18.07.2012

Erindi dagsett 21. júní 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til að færa tvær færanlegar kennslustofur innan lóðar Lundarskóla og byggja tengibyggingu á milli þeirra. Stofurnar verða til afnota fyrir leikskólann Lundarsel. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason og skriflegt samkomulag frá skóladeild. Innkomin ný teikning 11. júlí 2012.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir tímabundið stöðuleyfi til 1. desember 2012 enda verði séð fyrir fullnægjandi loftræsingu úr lokuðum rýmum.  

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 426. fundur - 20.12.2012

Erindi dagsett 21. júní 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sótti um leyfi fyrir tveimur færanlegum kennslustofum og tengibyggingu á milli þeirra til afnota fyrir leikskólann Lundarsel.
Veitt var tímabundið stöðuleyfi til 1. desember 2012 meðan vinna við deiliskipulag stóð yfir.

Skipulagsstjóri bendir á að stöðuleyfið er fallið úr gildi og óskar eftir umsókn um byggingarleyfi með aðalteikningum í samræmi við nýtt deiliskipulag.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 467. fundur - 30.10.2013

Erindi dagsett 25. október 2013 þar sem Óskar Gíslason f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir tvær færanlegar kennslustofur og tengibyggingu innan lóðar Lundarskóla. Meðfylgjandi eru tilkynning um byggingarstjóra, byggingarlýsing og teikningar eftir Hauk Haraldsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 559. fundur - 16.10.2015

Erindi dagsett 25. október 2013 þar sem Óskar Gísli Sveinsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi fyrir tvær færanlegar kennslustofur og tengibyggingu á milli til afnota fyrir Leikskólann að Lundarseli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason og skriflegt samkomulag frá skóladeild um staðsetningu lausra kennslustofa á lóð Lundarskóla milli Lundarskóla og Lundarsels. Innkomnar nýjar teikningar 12. október 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.