Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

405. fundur 11. júlí 2012 kl. 13:00 - 14:55 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Hlíðarfjallsvegur 215098 Gámaþjónustan - sorpflokkunarstöð - byggingarleyfi

Málsnúmer BN100254Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. maí 2012 þar sem Bjarni Reykjalín f.h. Gámaþjónustu Norðurlands, kt. 481287-1039, sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af sorpflokkunarhúsi við Hlíðarfjallsveg lnr. 215098. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Bjarna Reykjalín og brunahönnun frá Mannviti. Innkomnar nýjar teikningar 25. júní 2012.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

2.Höfðahlíð 8 - umsókn um byggingarleyfi fyrir hurð og tröppum

Málsnúmer 2012040077Vakta málsnúmer

Innkomin reyndarteikning þann 2. júlí 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hermanns Óskarssonar sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af Höfðahlíð 8.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

3.Klettagerði 5 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2012050155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. maí 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Karls Einarssonar sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á rishæð til norðurs á Klettagerði 5. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar teikningar 2. júlí 2012, gátlisti og skriflegt samþykki nágranna að Klettagerði 3. Einnig tilkynning um að Þröstur Sigurðsson verði hönnunarstjóri. Sótt er um undanþágu frá gildandi byggingareglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 9.5.5. Björgunarop varðandi kröfu um breidd og hæð.
2. Gr. 13.2.1. til 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildarorkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar erindinu þar sem ekki er hægt að verða við undaþágubeiðni á hámarks U-gildum.

4.Norðurslóð 2 - byggingarleyfi - 5. áfangi

Málsnúmer BN090062Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. desember 2011 þar sem Ólafur Búi Gunnlaugsson f.h. Háskólans á Akureyri, kt. 520687-1229, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir 5. áfanga Háskólans við Norðurslóð 2. Innkomnar nýjar aðalteikningar 3. júlí 2012.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

5.Sporatún 1-9 - umsókn um byggingarleyfi (áður BN060278)

Málsnúmer 2012070005Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júlí 2012 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Byggingafélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu við Sporatún 1-9. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Þröst Sigurðsson, Þröstur er hönnunarstjóri. Sótt er um undanþágu frá gildandi byggingareglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, lið h. varðandi hönnun umferðarleiða innan bygginga sjá kafla 6.4.
2. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3. Gr. 6.7.8. Íbúðarherbergi varðandi kröfu um eitt 14m2 herbergi.
4. Gr. 8.5.2. Gler.
5. Gr. 9.5.5. Björgunarop varðandi kröfu um breidd og hæð.
6. Gr. 13.2.1. til 13.3.3. Varðandi útreikning heildarleiðnitaps, heildar orkuþarfar og hámarks U-gilda byggingarhluta.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

6.Stóragerði 17 - umsókn um leyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2012070002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. júlí 2012 þar sem Árni Traustason f.h. Gísla Einars Árnasonar sækir um byggingarleyfi fyrir ýmsum breytingum innanhúss og að breyta gluggum á norðurhlið hússins að Stóragerði 17. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Traustason.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

7.Dalsbraut, Lundarskóli - breytingar á gluggum

Málsnúmer 2012040127Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 24. apríl 2012 þar sem Fasteignir Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækja um að gera endurbætur á gluggum og hafa glerskipti í Lundarskóla að Dalsbraut. Innkomin ný teikning og gátlisti 15. júní 2012. Innkomin ný teikning 5. júlí 2012.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

8.Draupnisgata 4 - breytingar úti og inni

Málsnúmer 2012070025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. júní 2012 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Árness ehf., kt. 680803-2770, sækir um leyfi fyrir breytingum á Draupnisgötu 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

9.Krókeyrarnöf 20 - umsókn um steyptan vegg á lóðarmörkum.

Málsnúmer 2012060150Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. júní 2012 þar sem Evert S. Magnússon óskar eftir byggingarleyfi til að steypa vegg á mörkum lóðar sinnar að Krókeyrarnöf 20. Innkomin burðarþolsteikning 3. júlí 2012. Innkomnir breyttir aðaluppdrættir 9. júlí 2012.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

10.Kaupangsstræti 14 - fyrirspurn um leyfi fyrir palli

Málsnúmer 2012070036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júlí 2012 þar sem Guðmundur Ármann Sigurjónsson leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi fáist fyrir sólpalli á austurhlið að Kaupangsstræti 14, lnr. 148496. Meðfylgjandi er riss af pallinum.

Staðgengill skipulagsstjóra tekur neikvætt í fyrirspurnina þar sem lóðarmörk liggja við austurvegg hússins.

11.Bogasíða 7 - utanhúsklæðning

Málsnúmer 2012070031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. júlí 2012 þar sem Hákon Rúnarsson og Heiða Björt Jónsdóttir sækja um leyfi til að klæða húsið að Bogasíðu 7 að utan með Canexel klæðningu. Meðfylgjandi er skriflegt samþykki nágranna.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

12.Skipagata 14 - umsókn um yfirferð á reyndarteikningu

Málsnúmer 2012030083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. mars 2012 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Einingar Iðju, kt. 570599-2599, leggur fram reyndarteikningu af innra skipulagi á 2. hæð að Skipagötu 14. Meðfylgjandi er teikning og gátlisti eftir Ágúst Hafsteinsson. Innkomin ný teikning 5. júlí 2012.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið. 

Fundi slitið - kl. 14:55.