Kaupangsstræti 14 - fyrirspurn um leyfi fyrir palli

Málsnúmer 2012070036

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 405. fundur - 11.07.2012

Erindi dagsett 6. júlí 2012 þar sem Guðmundur Ármann Sigurjónsson leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi fáist fyrir sólpalli á austurhlið að Kaupangsstræti 14, lnr. 148496. Meðfylgjandi er riss af pallinum.

Staðgengill skipulagsstjóra tekur neikvætt í fyrirspurnina þar sem lóðarmörk liggja við austurvegg hússins.